Hnattræn hlýnun eða loftslagsbreytingar?

Í þessu myndbandi tekur Greenman3610 (Peter Sinclair) fyrir skilgreiningarnar hnattræna hlýnun og loftslagsbreytingar. Hvers vegna er stundum talað um loftslagsbreytingar og stundum um hnattræna hlýnun. Sumir “efasemdarmenn” hafa valið að misskilja þetta á einhvern hátt og telja jafnvel að það sé eitthvað samsæri í gangi… Jæja, en hvað um það, lýsing höfundar á myndbandinu er eftirfarandi – varúð þarna er talað um afneitun…

Það að nota orðið “loftslagsbreytingar” í staðin fyrir hnattræna hlýnun – er það einhver útsmogin, orvelsk afbökun á tungumálinu, einskonar sálfræðilegur orðaleikur til að ná taki á hugsunum fólks, og sem er búið til af sálfræðilegum loddurum hins Nýja Alheimsskipulags.

Loftslagsafneitarar gera sér ljóst að aðeins þeir geta séð í gegnum hin illu plön hugsanalögreglu heimsins.
Hvaða dularfulla og leynilega samsæri liggur að baki þessa tröllvaxna hugsanaspils?

Já, já, hann er ekkert að skafa utan af kaldhæðninni, það er hægt að skera út ísstyttur í þessi orð hans, en hér er allavega myndbandið fyrir þá sem þora:

Ítarefni

Hægt er að nálgast fleiri myndbönd eftir Greenman hér á loftslag.is:  Greenman3610

Tengt efni á loftslag.is – Greenman3610 myndbönd:

– – –

Heimildir Greenman3610 fyrir ýmsu í þessu myndbandi:

Luntz memo
http://lightbucket.wordpress.com/2008…

Luntz memo pdf
http://www.ewg.org/files/LuntzResearc…

Interview with Luntz:
http://lightbucket.wordpress.com/2008…

Christian Science Monitor, 1939
http://pqasb.pqarchiver.com/csmonitor…

Gilbert Plass and climatic change
http://www.americanscientist.org/issu…

The Denial Machine, CBC
http://video.google.com/videoplay?doc…

Frontline: Hot Politics
http://www.pbs.org/wgbh/pages/frontli…

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.