Hafísútbreiðslan á Norðuskautinu í desembermánuði 2010 var sú minnsta fyrir desembermánuð síðan gervihnattamælingar hófust. Þessi litla útbreiðsla hafíssins er talin hafa haft áhrif á myndun hins sterka neikvæða fasa í hinni svokölluðu Norðuratlantshafssveiflu (NAO), svipað og gerðist veturinn 2009-2010 – nánar má lesa um NAO o.fl. því tengt hjá Einari Sveinbjörnssyni: Samtíningur um sérkennilegt tíðarfarið
Hafísútbreiðslan í desembermánuði 2010 var 12 miljón ferkílómetrar. Þetta er minnsta útbreiðsla hafís fyrir desembermánuð síðan gervihnattamælingar hófust árið 1979.
Hin litla útbreiðsla hafís í desember gerðist samhliða því að lofthiti var hærri en í meðallagi á svæðum þar sem hafís myndast venjulega á þessum tíma árs. Lofthiti yfir Austur-Síberíu var 6-10 gráðum celsíus yfir meðal desembermánuð. Í austurhluta Kanada var hitastig minnsta kosti 6 gráðum celsíus yfir meðaltali og sum staðar (t.d. Baffin Island) um 10 gráðum celsíus yfir meðaltali. Hins vegar var hitastig yfir svæðinu á milli Alaska og Yúkon, norðurhluta mið Evrasíu og í Skandinavíu um 7-13 gráðum undir meðaltalinu fyrir mánuðinn.
Enn og aftur má sjá að desember 2010 var með minnstu útbreiðslu hafíss fyrir mánuðinn frá því gervihnattamælingar hófust.
Svipað og í desember 2009, þá var sterkur neikvæður fasi í hinni svokölluðu Norðuratlantshafssveiflu (NAO), sem reði ríkjum á svæðum á norður hálfkúlunni í desember 2010 og olli hærri þrýstingi yfir svæðum við Norðurskautið og lægri þrýsting við lægri breiddargráður.
Hér í lokin er svo stutt myndband úr smiðju Greenman3610 (Peter Sinclair) þar sem komið er inn á hitadreifinguna í desember sem minnst er á hér að ofan:
Heimildir:
- NSIDC.org – hafísinn desember 2010
- Myndirnar eru af heimasíðu NSIDC
- Samtíningur um sérkennilegt tíðarfarið
- Global Warming. Winter Weirding.
Tengt efni á loftslag.is:
- Hafísinn í nóvember – næst minnsta útbreiðsla fyrir mánuðinn
- NOAA – ástand Norðurskautsins 2010
- Sigling um bæði Norðaustu- og Norðvesturleiðina á sama sumri heppnaðist
- Íshafsbráðnun og siglingaleiðir
- Spár um lágmarksútbreiðslu hafíss i ár
- Tag – Hafís
- Ísbirnir við hnignandi hafís
- Er hafís Norðurskautsins að jafna sig?
Leave a Reply