Bráðnun smárra jökla og jökulhetta

Ef spár ganga eftir þá munu smáir jöklar (e. mountain glacier) og jökulhettur (e. ice cap) missa á bilinu 15 til 27% af rúmmáli sínu fyrir árið 2100.

Þetta kom fram í nýlegri grein sem birtist í Nature Geoscience. Þótt almennt séð verði bráðnunin á bilinu 15 til 27% þá munu sumir jöklar missa allt að 75% af rúmmáli sínu og mögulega hafa áhrif á vatnsforða aðliggjandi svæða.

Reynt er að meta hversu mikil áhrif smærri jöklar og jökulhettur hafa á sjávarstöðuhækkun fram til ársins 2100, en til þessa hefur minna verið vitað um þá, þrátt fyrir að talið sé að bráðnun þeirra jafngildi um 40% af þeirri sjávarstöðuhækkun sem við höfum verið vitni að síðustu áratugi. Aðrir þættir eru t.d. þennsla vegna hlýnunar sjávar, auk jökulbreiðanna á Grænlandsjökli og Suðurskautinu.

Þeir jöklar sem munu hafa mesta áhrif á sjávarstöðuhækkunina eru á heimskautasvæðum Kanada, Alaska og jöklar utan jökulbreiðunnar á Suðurskautinu.

Í rannsókninni voru gerð líkön um rúmmálsminkun 120 þúsund smærri jökla og jökulhetta. Þessir jöklar eru lítill hluti af þeim heildarmassa vatns sem bundin er í ís, en veldur samt eins og áður segir töluverðri sjávarstöðuhækkun enn sem komið er, vegna þess hversu fljótt þeir bregðast við loftslagsbreytingum. Notuð voru 10 loftslagslíkön sem IPCC hefur notað og reiknað út bráðnun jöklanna fram í tímann.

Spár benda til þess að fram til ársins 2100 þá muni sjávarstaða af völdum fyrrnefndra jökla og jökulhetta hækka sjávarstöðu um 8,7-16,1 sentimetra – sem er svipað og IPCC hafði spáð, nema hér er um nákvæmara mat að ræða. Ekki er tekið með í kelfun jökla sökum þess hversu flókið það þykir við líkanagerð, en það gæti haft einhver áhrif á niðurstöðuna.  Aftur á móti var tekið með í reikninginn jöklar á Grænlandi og Suðurskautinu, þ.e. þeir jöklar sem tilheyra ekki stóru jökulbreiðunum.

Heimildir og ítarefni

Greinina má finna í Nature Geoscience, eftir Valentina Radić og Regine Hock 2011 (ágrip): Regionally differentiated contribution of mountain glaciers and ice caps to future sea-level rise

Umfjöllun um greinina má finna á heimasíðu Háskólans í Bresku Kólumbíu: Mountain Glacier Melt to Contribute 12 Centimetres to World Sea-Level Increases by 2100

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál