Nýlega var áhugaverður sjónvarpsþáttur á BBC, Horizon – þar sem Sir Paul Nurse skoðar hvort eitthvað sé til í því að vísindin séu að verða fyrir árás og hvers vegna almenningur virðist ekki treysta vísindamönnum í ákveðnum málaflokkum og þá sérstaklega hvað varðar hnattræna hlýnun af mannavöldum.
Paul Nurse er forseti Konunglegu Vísindaakademíunnar og Nóbelsverðlaunahafi. Hann ræðir við vísindamenn og “efasemdamenn” víðsvegar um heim – auk þess sem hann ræðir við Tony sem er í afneitun um að HIV sé orsökin fyrir AIDS.
Til að horfa á þættina þá er hægt að nota leitarstrenginn horizon bbc “science under attack” á youtube og er þættinum venjulega skipt niður í nokkra hluta (6 eða 7). Hér fyrir neðan er svo kynningarmyndband fyrir þáttinn
Þeir sem búa á Bretlandi ættu að geta horft á þáttinn hér: Science Under Attack
Uppfært – hér fyrir neðan má horfa á þáttinn í heild:
Leave a Reply