Minnkandi endurskin Norðurskautsins, magnar upp hnattræna hlýnun

Ný greining bendir til þess að loftslagslíkön séu að vanmeta magnandi svörun vegna minnkandi endurskins (e. albedo feedback) á Norðurskautinu. Greiningin var gerð á breytingum í endurskini vegna minnkandi snjóahulu og hafíss síðastliðin 30 ár og er niðurstaðan sú að þetta minnkandi endurskin er um tvöfallt meira en áður hefur verið áætlað.

Því er talið líklegt að hitastig á Norðurslóðum muni magnast upp enn frekar og meir en áður hefur verið talið og að kæling freðhvolfsins (e. cryosphere) sé mun minni nú en fyrir 30 árum síðan. Freðhvolfið er sá hluti í yfirborði Jarðar þar sem vatn er frosið og er þá allt talið með þ.e. hafís, snjór, ís á vötnum og ám, jökulbreiður og sífreri. Mikill hluti af freðhvolfinu hefur sterkt endurskin og endurvarpa sólarljósi aftur út í  geim – og kæla þannig Jörðina.

Eins og áður segir, þá er endurskinið að minnka og orkan sem áður fór aftur út í geim fer nú í að hita upp Jörðina – sem aftur magnar upp hlýnunina og eykur á endurskinið. Þetta er svokölluð magnandi svörun (e. positive feedback).

Á þessu 30 ára tímabili, þá minnkaði kólnandi áhrif freðhvolfsins um 0,45 wött á fermetra og tengja höfundar það að mestu minnkandi snjóhulu og hafís. Höfundar útiloka þó ekki að einhver hluti af þessari breytingu sé vegna náttúrulegs breytileika, enda einungis um 30 ára tímabil að ræða – en þessi minnkandi kólnun er þó töluleg staðreynd.

Heimildir

Greinina má finna í Nature Geoscience og er eftir Flanner o.fl. 2010 (ágrip): Radiative forcing and albedo feedback from the Northern Hemisphere cryosphere between 1979 and 2008

Umfjöllun um greinina má finna á heimasíðu Háskólans í Oregon fylki: New study: Loss of reflectivity in the Arctic double estimate of climate models

Hér er ágæt hreyfimynd sem sýnir magnandi áhrif endurskins vegna minnkandi snjóhulu og hafíss: Ice Albedo

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál