Hnattræn losun CO2 fyrir árið 2009

Í the Guardian er hægt að skoða nýtt kort sem sýnir hlutfallslega losun CO2 eftir löndum, en þar er einna mest aukning hjá Kína og Indlandi milli áranna 2008 og 2009. Á sama tíma þá minnkar losun í Bandaríkjunum, Kanada, Rússlandi og Evrópu.

Milli áranna 2008 og 2009 þá jókst losun frá Kína um 13,3% og losaði um 7,7 milljarða tonna – en næst þar á eftir eru Bandaríkin með um 5,4 milljarða tonna á ári. Í samanburði við þessi ríki, þá losar Ísland í sjálfu sér ekki mikið, eða um 3,4 milljónir tonna á ári og eru í 136 sæti – spurning hvar við stöndum ef miðað er við höfðatölu, en þá erum við í 26. sæti ef ég hef lesið töfluna rétt.

Heimildir og ítarefni

Umfjöllun má lesa á the guardian: World carbon dioxide emissions data by country: China speeds ahead of the rest

Hér er tafla með gögnunum og hér má sjá kortið í fullri stærð (pdf) frá Yale háskóla: New Map of CO2 emission

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

Tags:

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál