Minnkandi maísframleiðsla við hnattræna hlýnun

Á sama tíma og heimsmarkaðsverð á matvælum er í hæstu hæðum birtist ný grein þar sem sýnt er fram á það (ekki í fyrsta skipti) að hnattræn hlýnun muni í heildina hafa neikvæð áhrif á landbúnað og fæðuframleiðslu manna í heild. Rannsóknin sýnir að við 1°C hlýnun þá mun framleiðsla á maís í Afríku dragast saman.

David Lobell og meðhöfundar (2011) greindu gögn frá yfir 20 þúsund tilraunum með maísuppskeru sem gerðar voru víðsvegar í Afríku milli áranna 1999 og 2007. Þessar tilraunir voru upphaflega hannaðar til að kanna ný afbrigði af maís og virðast þær sérstaklega notadrjúgar til loftslagsrannsókna, þá vegna þess hversu dreifðar þessar tilraunir voru og náðu yfir fjölbreytilegt umhverfi víðsvegar um álfuna. Með samanburði við niðurstöður tilraunanna og upplýsinga frá veðurstöðvum gátu höfundar fundið tengsl milli hlýnunar, úrkomu og uppskerubrests.

Helst kom á óvart að maísplantan, sem er talin óvenju hitaþolin, skyldi sýna jafn mikinn uppskerubrest við hækkun hitastigs þegar hitinn fór yfir 30°C. Á stöðum þar sem vökvun var ákjósanleg, þá þýddi gráðuhækkun yfir 30°C (yfir einn sólarhring) að uppskera minnkaði um 1%. Þar sem aðstæður voru sambærilegar og í þurrkum þá minnkaði uppskeran enn frekar eða um 1,7% að auki við hverja gráðu yfir 30°C.

Höfundar reiknuðu að auki út áhrif þess á uppskeru ef meðalhiti uppskerutímans í heild myndi hækka um 1°C við ákjósanlegar aðstæður og við aðstæður sem minna á þurrka, sjá mynd:

Mynd 1 -mat líkans á áhrifum 1°C hlýnun á uppskeru þar sem hitastig er ákjósanlegar (græn lína) og við þurrk aðstæður (rauð lína). Skyggðu svæðin sýna áætlað 95% öryggisbil.

Í lok rannsóknarinnar var kannað hvaða áhrif aukning um 1°C gæti haft á fæðuframleiðsu í Afríku. Í ljós kom að sum af kaldari svæðum Afríku myndu græða á hækkun hitastigs og framleiðsla aukast, en að meirihluti maísframleiðslusvæða Afríku myndu verða hart úti. Við ákjósanlegar aðstæður vökvunar þá myndi uppskera minnka á 65% þeirra svæða þar sem maísrækt fer nú fram. Ef þurrkar myndu að auki herja á svæðin, þá myndi hnignun verða á öllum svæðum og yfir 20% hnignun á 75% svæðanna.

Vegna þess hversu umfangsmiklar tilraunirnar voru og landfræðileg dreifing þeirra, þá veitir þessi rannsókn okkur bestu sýn, hingað til, á það hvernig maísuppskera mun verða við hlýnandi loftslag. Sambærileg svæði, líkt og Mið- og Suður Ameríka, þar sem maís er fastur liður í fæðu íbúa eru líkleg til að verða hart úti við hækkandi hita, með minnkandi uppskeru á maís.

Þetta er enn ein rannsóknin þar sem mýtan þetta er ekki svo slæmt er hrakin: því svo sannarlega er ástandið slæmt.

Heimildir og ítarefni

Þýðing af færslu á skeptical science – Maize harvest to shrink under Global Warming

Rannsóknin birtist online í tímariti Nature Climate, sjá Lobell o.fl. 2011 – Nonlinear heat effects on African maize as evidenced by historical yield trials

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál