Á morgun föstudaginn 18. mars verður fyrirlestur á vegum Líffræðistofnunar um súrnun sjávar. Fyrirlesturinn heldur Hrönn Egilsdóttir doktorsnemi við Háskóla Íslands og Hafrannsóknarstofnun. Doktorsverkefni hennar lýtur að rannsóknum á áhrifum súrnunar sjávar á kalkmyndandi lífríki í hafinu við Ísland.
Frá því iðnvæðing vesturlanda hófst fyrir 250 árum hafa orðið gríðarlegar breytingar á magni koltvíoxíðs (CO2) í andrúmslofti jarðarinnar. Eftir því sem iðnvæðingin hefur orðið hraðari og útbreiddari hefur þetta magn aukist hraðar. Ein afleiðing þessara breytinga er súrnun sjávar sem er ekki síður alvarleg þróun en hlýnun jarðar.
Staður og tími: Stofa 131 í Öskju – náttúrufræðahúsi HÍ – kl 12:30, föstudaginn 18. mars.
Allir velkomnir
Tengt efni á loftslag.is:
- Súrnun sjávar og lífríki hafsins (gestapistill eftir Hrönn á loftslag.is)
- Kolefnissamsætur í kóröllum
- Hin yfirvofandi súrnun sjávar
- Fræðsla um súrnun sjávar
Leave a Reply