Hafísútbreiðslan á Norðurskautinu virðist hafa náð hinu árlega hámarki þann 7. mars síðast liðinn. Hafíshámarkið í ár jafnaði 2006 sem minnsta hámark til þessa.
Þann 7. mars náði Hafísútbreiðslan hámarkinu, og var það 14,64 milljón ferkílómetrar, sem er 1,2 milljón ferkílometrum undir meðaltalinu fyrir 1979-2000. Þetta hámark var jafnt 2006 (innan 0,1% vikmarka) og jafnaði þar með lægsta hámark frá upphafi mælinga.
Þann 22. mars hafði hafísútbreiðslan dregist saman í fimm daga í röð. Það er þó enn möguleiki á því að hafís nái að aukast á ný. Frá því mælingar með gervihnöttum hófust hefur hafíshámarkið átt sér stað á tímabilinu frá 18. febrúar til 31. mars, að meðaltali þann 6. mars.
Ýtarefni og heimildir:
Tengt efni á loftslag.is:
- Minnsta hafísútbreiðsla á Norðuhveli, frá því mælingar hófust, fyrir janúar og febrúar
- Hafísyfirlitið fyrir desember 2010 ásamt stuttu myndbandi um hitastigið í mánuðinum
- NOAA – ástand Norðurskautsins 2010
- Sigling um bæði Norðaustu- og Norðvesturleiðina á sama sumri heppnaðist
- Íshafsbráðnun og siglingaleiðir
- Spár um lágmarksútbreiðslu hafíss i ár
- Tag – Hafís
- Er hafís Norðurskautsins að jafna sig?
Leave a Reply