Samfélög trjáa á flakki

Nú þegar mikil hlýnun er að verða á svæðum tempraðra skóga Rússlands, eru samfélög trjáa að færast til norðurs, t.d. hin sígrænu tré rauðgreni og þinur. Á sama tíma þá eru nyrstu samfélögin að hnigna og sérstaklega einkennistegund landsvæðana í norðurhluta Rússlands, lerki.

Vísindamenn frá háskólanum í Virginíu unnu að rannsókninni og komust að því að þessi færsla muni aukast á næstu áratugum vegna grundvallarmismunar á lerki og sígrænum trjám.

Lerki er barrtré, líkt og hin sígrænu tré en lerkið fellir barr sitt á haustin. Það veldur því að sólarljós nær að skýna í gegnum greinar þess og endurspeglast af snjó í botni skóganna – snjórinn dempar hlýnunina. Þegar hitaþolnari og sígrænar tegundir trjáa færa sig um set norður á bóginn, þá er talið að þær tegundir muni valda magnandi svörun í hlýnun norðurslóða – þ.e. aukin hlýnun – meiri vöxtur sígrænna trjáa – hlýnun eykst á svæðinu. Talin er hætta á að þessi aukna hlýnun geti orðið til þess að hleypa af stað annarri magnandi svörun, þ.e. bráðnun sífrera og þar með aukna losun á metani og CO2.

Heimildir og ítarefni

Umfjöllun um rannsóknina má lesa á heimasíðu háskólans í Virginíu:  Russian Boreal Forests Undergoing Vegetation Change, Study Shows

Greinina má lesa í Clobal Change Biology, Shuman o.fl. 2011:  Sensitivity of Siberian Larch Forests to Climate Change

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál