Kærar þakkir

Við í ritstjórn loftslag.is viljum þakka lesendum okkar stuðninginn í gegnum tíðina, en samkvæmt nýjustu upplýsingum þá má flestum vera ljóst að ekki er lengur þörf á heimasíðunni loftslag.is.

Flestir hafa orðið varir við kólnun jarðar undanfarna mánuði og ár og þrátt fyrir að “hnattrænt séð” hafi orðið nokkur hlýnun, þá er ekki verjandi lengur að halda úti heimasíðu sem gengur út á hlýnun sem engin er og ef einhver er þá er fylgni hennar við losun manna á gróðurhúsalofttegundum lítil.

Auðvitað mun myndast ákveðið gap í starfi okkar ritstjóra, en upplýsingastefna okkar á loftslag.is hefur hlotið afhroð. Við viljum þó að dyggir lesendur okkar hafi ekki áhyggjur af okkur – við finnum okkur eitthvað nýtt og verðugt málefni til að skrifa um.  Þeir fjölmörgu sem lagt hafa okkur lið, með peningagjöfum og aðstöðusköpun eru beðnir velvirðingar á því að þessi blekkingaleikur er búinn.  Í okkar huga var þetta jú eingöngu leikur – leikur í jöfnuði, gerður til að styrkja alþjóðlegar hugmyndir um kolefnisskatt og koma Íslandi á kortið í alþjóðavæðingu heimsins – með virkri samstöðu félaga okkar í Evrópu, Asíu og Ástralíu.

Með kærri kveðju og þökk frá fyrrum ritsjórum loftslag.is

Höskuldur og Sveinn

Tengt efni:

Vísindin hafa talað.

Athugasemdir

ummæli

Tags:

About Ritstjórn Loftslag.is

Ritstjórn Loftslag.is