Vindstyrkur og ölduhæð úthafanna hefur verið að aukast undanfarinn aldarfjórðung samkvæmt nýrri rannsókn. Óljóst er þó hvort um er að ræða skammtímasveiflu eða langtíma áhrif vegna loftslagsbreytinga.
Ian Yong o.fl. 2011 greindu gervihnattagögn milli áranna 1985 og 2008 og reiknuðu út ölduhæð og vindstyrk yfir úthöfin. Samkvæmt rannsókninni þá er vindstyrkur að aukast og um 0,25-0,5 % að meðaltali hvert ár. Í heildina þá er vindstyrkur um 5-10 % meiri í dag en hann var fyrir 20 árum. Leitnin var meiri fyrir meiri vindstyrk en minni.

Mynd sem sýnir leitni í ölduhæð stærstu alda (% á ári). Vindstyrkur á efri mynd og ölduhæð fyrir neðan (mynd 3 í Young o.fl. 2011)
Ölduhæð jókst líka, en ekki eins – en það var eins að stærstu öldurnar sýndu mestu leitnina.
Niðurstaðan var borin saman við hefðbundnar öldumælingar og líkön og kom í ljós viss breytileiki milli aðferða, sem þó var sambærilegur í heildina séð. Notaðar eru radarmælingar frá gervihnöttum sem mæla hæð yfirborðs sjávar og geta mælt ölduhæð nákvæmlega – sem síðan er notað til að reikna út vindstyrk. Ákveðinn munur er á leitninni eftir hnattstöðu – t.d. er bæði ölduhæð og vindstyrkur að aukast hraðar á suðurhveli jarðar en á norðurhveli.
Hægt er að leiða líkur að ástæðum þessarar aukningar – úthöfin eru að hlýna – sú orka eykur styrk storma sem um leið eykur vindstyrk og ölduhæð. Gögn fyrir þetta stuttan tíma eru þó ekki nægjanleg til að ákvarða hvað veldur þessari aukningu.
Heimildir og ítarefni
Umfjöllun NewScientist um greinina: World’s wind and waves have been rising for decades
Á Skeptical Science er fjallað ítarlega um þessa grein o.fl. hér: More wind, bigger waves, changing marine ecosystems
Greinin sjálf birtist í Science, Young o.fl. 2011 (ágrip): Global Trends in Wind Speed and Wave Height
Tengt efni á loftslag.is
- Styrkur í stormum framtíðar
- Stormar fortíðar sýna vindasama framtíð
- Tíðni sterkra storma á Atlantshafi
- 10 vísar hnattrænnar hlýnunar
- Heitur sjór streymir í Norður-Íshafið
Leave a Reply