Þiðnandi sífreri mun auka á hnattræna hlýnun jarðar

Þýdd skematísk mynd úr grein Schaeffer o.fl. 2011 sem sýnir magnandi svörun við bráðnun sífrera.

Einn til tveir þriðji af sífrera jarðar gæti verið horfinn fyrir árið 2200 og þar með myndi losna töluvert magn kolefnis, CO2 út í andrúmsloftið, samkvæmt nýrri rannsókn gerð af stofnununum CIRES og NSIDC (Schaefer o.fl 2011).

Magn CO2 sem myndi losna er svipað og hefur nú þegar verið losað út í andrúmsloftið af mönnum frá því í byrjun iðnbyltingunnar samkvæmt höfundum.

Kolefni í freðinni jörð, í svokölluðum sífrera, mun ekki bara hafa áhrif á loftslagið sjálft, heldur einnig viðleitni manna til að draga úr loftslagsbreytingum – þar sem taka þarf með í reikninginn magnandi svörun vegna bráðnunar sífrera. Kolefnið kemur úr plöntuleifum sem nú eru frosin og hafa verið frosin í tugþúsundir ára. Frostið hefur varðveitt þennan lífmassa sem mun byrja að brotna niður við það að þiðna og losa kolefni út í andrúmsloftið.

Til að spá fyrir um hversu mikið af kolefni muni losna út í andrúmsloftið og hvenær, þá gerðu Schaefer og meðhöfundar líkan af þiðnun sífrerans og niðurbroti lífmassans sem nú er frosin – miðað við hugsanlegar sviðsmyndir hlýnunar samkvæmt IPCC. Samkvæmt þessum sviðsmyndum mun 29-59% sífrerans hverfa fyrir árið 2200 – við það myndi um 190 ± 64 gígatonn af kolefni losna út í andrúmsloftið. Sökum þess þá þurfa þjóðir heims að setja sér háleitari markmið við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem fyrst – annars verður það sífellt erfiðara að koma í veg fyrir magnandi svörun sífrerans.-

Sjá myndband með viðtali við einn höfunda rannsóknarinnar, Kevin Schaefer:

Heimildir og ítarefni

Umfjöllun um greinina ma lesa á heimasíðu háskólans í Colorado:  Thawing permafrost will accelerate global warming

Greinin eftir Schaefer o.fl. 2011 má finna í tímaritinu Tellus: Amount and timing of permafrost carbon release in response to climate warming

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál