Hverjir verða mest varir við afleiðingar aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda

Eitt af því sem menn velta fyrir sér þegar rætt er um loftslagsbreytingar er, hvaða áhrif  þær muni hafa á samfélög manna? Nýlega birtist grein þar sem þessari spurningu var velt upp og reynt að áætla hvaða svæði jarðar eru viðkvæmust fyrir komandi loftslagsbreytingum (Samson o.fl. 2011).

Höfundar þróuðu með sér nýjan stuðul – svokallaðan CDVI (Climate Demography Vulnerability Index). Með honum er bornar saman staðbundnar loftslagsbreytingar og mannfjöldaþróun þeirra svæða. Í ljós kom að viðkvæmustu svæðin voru í miðri Suður Ameríku, mið austurlöndum og suðurhluta Afríku. Minna viðkvæm svæði voru að mestu bundin við norðurhluta norðurhvels jarðar.

Þar næst gerðu höfundar dæmigert kort sem sýnir losun CO2 miðað við höfðatölu. Þeir fundu þannig út að þeir íbúar ríkja sem losa hvað minnst af CO2 verða hvað mest varir við afleiðingar aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda. Þetta sést vel þegar skoðuð eru samsettu kortin hér fyrir neðan. Á efri myndinni sést hverjir losa mest af CO2 (rautt) samanborið við þá sem losa minnst (blátt) – á neðri myndini er þetta öfugt, viðvkæmustu ríkin eru rauð og þau sem talin eru þola loftslagsbreytingar mest eru með bláum lit.

Ekki var farið nánar í þá spurningu hvaða ríki munu ná að aðlagast afleiðingum loftslagsbreytinga – það hlýtur þó að vera ljóst að fátæk vanþróuð ríki eru síst viðbúin að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. Því er það svo að þau ríki sem menga minnst og verða fyrir mestum afleiðingum, eru ólíklegust til að ná að aðlagast breyttu loftslagi.

Sumir halda því blákalt fram að niðurskurður á losun CO2 muni hafa slæm áhrif á fátæku ríkin – þessi rannsókn sýnir nokkuð ljóst fram á hið gagnstæða.

Heimildir og ítarefni

Greinin eftir Samson o.fl. 2011 birtist í Global Ecology and Biogeography: Geographic disparities and moral hazards in the predicted impacts of climate change on human populations

Umfjöllun á Skeptical Science: Those who contribute the least greenhouse gases will be most impacted by climate change

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál