“Hitastigið hækkar áður en styrkur CO2 eykst” – mýta í uppfærðri útgáfu

Enn og aftur getum við notið þess að sjá hvernig góðkunningi okkar Greenman3610 (Peter Sinclair) brýtur málfltuning afneitunarinnar til mergjar með skarpri egg sinni og beittum stíl í nýju myndbandi, sem þó er uppfærsla á vel þekktri mýtu, Ískjarnar sýna að CO2 eykst eftir að hiti byrjar að rísa á hlýskeiðum ísaldar.

Eins og Greenman segir m.a. sjálfur um myndbandið (lausleg þýðing):

Sjáið hvernig tilkomumikið sérval gagna, (e. cherry pick) í vísindalegri rökræðu, er bara hluti af dagsverki alvöru afneitunarsinna.

Jájájá, hann er ekkert að skafa utan af hlutunum, kannski engin ástæða til þess heldur – enda virðast staðreyndir ekki stöðva þá sem afneita vísindum – en allavega myndbandið má sjá hér:

Tengt efni á loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.