Hvernig er hitastig aprílmánaðar 2011 á heimsvísu? Hér má lesa um það hvort að mánuðurinn var kaldur eða hlýr á heimsvísu. Varðandi hitahorfur ársins 2011, þá má lesa nánar um það í færslunni Náttúrulegur breytileiki og horfur fyrir árið 2011. Þar kemur m.a. fram að þetta ár byrjar í La Nina ástandi sem þýðir yfirleitt öðru óbreyttu að jafnaði kaldari ár en ella. Hvort það verður svo, á þó eftir að koma í ljós þegar líða tekur á árið. Apríl mánuður í ár er 7. heitasti apríl frá upphafi mælinga, en tímabilið janúar til apríl í ár er það 14. heitasta fyrir það tímabil. Þetta má sjá nánar í gröfunum hér undir.
Apríl 2011
Helstu atriði sýnd á myndum og gröfum, bæði fyrir mánuðinn apríl 2011 og tímabilið janúar – apríl.
Í töflunni hér fyrir neðan má lesa helstu tölur varðandi hitastigsfrávikin fyrir apríl 2011.
Apríl | Frávik | Röð (af 132 árum) |
Heitasti/næst heitasti apríl samkv. skrám |
---|---|---|---|
Á heimsvísu | |||
Land | +1,12 ± 0,11°C | 6. heitasti | 2007(+1,44°C) |
Haf | +0,39 ± 0,04°C | 11. heitasti | 2010 (+0,57°C) |
Land og haf | +0,59 ± 0,07°C | 7. heitasti | 2010 (+0,78°C) |
Norðuhvel jarðar | |||
Land | +1,38 ± 0,15°C | 4. heitasti | 2000 (+1,62°C) |
Haf | +0,34 ± 0,04°C | 12. heitasti | 2010 (+0,59°C) |
Land og Haf | +0,73 ± 0,11°C | 6. heitasti | 2010 (+0,94°C) |
Suðurhvel jarðar | |||
Land | +0,43 ± 0,14°C | 25. heitasti | 2005 (+1,06°C) |
Haf | +0,44 ± 0,04°C | 10. heitasti | 1998 (+0,61°C) |
Land og Haf | +0,44 ± 0,06°C | 13. heitasti | 1998 (+0,66°C) |
Og nú að hitafrávikunum fyrir tímabilið janúar til apríl 2011:
Janúar – apríl | Frávik | Röð (af 132 árum) |
Heitasta/næst heitasta tímabilið |
---|---|---|---|
Á heimsvísu | |||
Land | +0,74 ± 0,20°C | 17. heitasta | 2007 (+1,38°C) |
Haf | +0,38 ± 0,04°C | 11. heitasta | 2010 (+0,56°C) |
Land og Haf | +0,48 ± 0,09°C | 14. heitasta | 2010 (+0,72°C) |
Í grafinu hér undir má sjá þessi gögn í öðru ljósi:
Og svo hitafrávikin fyrir tímabilið janúar – apríl eftir árum.
Ítarefni:
Tengt efni á loftslag.is
- Náttúrulegur breytileiki og horfur fyrir árið 2011
- Hnatthitastig fyrsta ársfjórðungs og “Hnatthitaspámeistari Íslands 2011″
- Árið 2010, heitt og öfgafullt
- Árið 2010 hlýjast samkvæmt NASA-GISS
- Óvenjulegt veður árið 2010
- Hitahorfur fyrir árið 2010 – upprifjun
- Tag – Mánaðargögn
- Tag – Hitastig
- Helstu sönnunargögn
Leave a Reply