Viljum minna á Rannsóknaþing RannÍs.
Áskoranir á norðurslóðum – loftslagsbreytingar, umhverfi og hagræn áhrif
Miðvikudaginn 8. júní kl. 8:30-11:00 á Grand hótel Reykjavík.
Morgunverður í boði fyrir gesti Rannsóknaþings frá kl. 8:15.
Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á rannis@rannis.is
Rannsóknir á norðurslóðum skipta sífellt meira máli, ekki síst í tengslum við hnattrænar umhverfisbreytingar og áhrif þeirra á svæðinu.
Á Rannsóknarþingi 2011 eru loftslag, umhverfi og hagræn áhrif þessara þátta viðfangsefni og mikilvægi þess að rannsóknasamfélagið takist á við þá áskorun sem þessar breytingar kunna að hafa á íslenskt samfélag. Víða um heim eru mikilvægar áskoranir í rannsóknum (Grand Challenges) til umfjöllunar og mikilvægi þess að vísinda- og tækniþekkingu sé beitt við mat, og ekki síður við lausn mála sem upp kunna að koma. Ísland er engin undantekning, hér á landi er mikilvægt að rannsóknir sem snúa að norðurslóðum séu öflugar og ekki síður að Ísland sé virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði.
Dagskrá – drög
8:30 Setning Rannsóknaþings
Svandís Svavarsdóttir starfandi mennta- og menningarmálaráðherra
8:45 Veðurfarsbreytingar á norðurslóðum
Halldór Björnsson, verkefnastjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands
9:10 Hagræn áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum – áhrif á Íslandi
Daði Már Kristófersson, dósent í náttúruauðlindahagfræði við Háskóla Íslands
9:30 Áhrif loftslagsbreytinga á gróðurfar á norðurslóðum
Brynhildur Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá Skógrækt ríkisins
9:50 Áhrif á fiskistofna í hafinu kringum Ísland
NN Hafrannsóknastofnun
10:10 Afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs
Áslaug Helgadóttir rannsóknastjóri LBHÍ og formaður dómnefndar Hvatningarverðlaunanna kynnir val dómnefndar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs afhendir verðlaunin
Fundarstjóri: Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs
Leave a Reply