Hraðir flutningar, hærra og lengra

Í Science birtist nýlega grein um rannsókn, þar sem sýnt er fram á tengsl milli hinnar hnattrænu hlýnunar og flutning plantna og dýra til hærri breiddargráða og upp í meiri hæð yfir sjávarmál. Að auki kom í ljós að lífverur flytjast um set, um tvisvar til þrisvar sinnum hraðar en áður var talið.

Vistfræðingar sem fylgdust með fiðrildum, tóku eftir því fyrir um tíu árum síðan að þau voru að flytjast um set.  Það hefur síðan komið meir og meir í ljós að stór hluti af mismunandi plöntum og dýrum eru að færa sig að hærri breiddargráðum eða upp hlíðar fjalla.  Augljósa svarið hefur verið að lífverur séu að flýja aukinn hita af völdum hnattrænnar hlýnunar, en það er ekki fyrr en með þessari grein sem talið er að vafanum þar um hafi verið eytt.

Rannsóknarteymið hefur sýnt fram á að hinir ýmsu flokkar dýra –  liðdýr, fuglar, fiskar, spendýr, skeldýr, plöntur og skriðdýr – eru að færa sig fjær svæðum þar sem hlýnunin hefur verið mest.

Vistfræðingar óttast að miklir flutningar lífvera á hnattræna vísu, eigi eftir að hafa slæm áhrif á líffræðilega fjörlbreytni og hafa truflandi áhrif á jafnvægi vistkerfa, auk þess að hraða á útdauða lífvera. Þar sem þetta er að gerast hraðar en talið var, þýðir að minni tími mun gefast til að bregðast við.

Heimildir og ítarefni

Greinin birtist í Science og er eftir Chen o.fl. 2011 (ágrip): Rapid Range Shifts of Species Associated with High Levels of Climate Warming

Umfjöllun um greinina má lesa á Science Now: In Warming World, Critters Run to the Hills

Einnig er umfjöllun um greinina á heimasíðu Háskólans af York: Further, faster, higher: wildlife responds increasingly rapidly to climate change

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál