Sólarhringur sannleikans

Þeir sem hafa fylgst með á loftslag.is og fleiri stöðum vita af verkefninu Climate Reality Project, en það verkefni stóð í sólarhring og fór hver klukkutími fram á ákveðnum stað. Við íslendingar vorum með okkar fulltrúa, Sigurð Eyberg sem staðsettur var á Húsavík. Hér fyrir neðan má sjá íslenska þátt verkefnisins, en fyrst kynnir Renee Zellweger verkefnið og sýnir stutt myndband með Al Gore. Það er vel þess virði að horfa á myndbandið í heild, en fyrir óþolinmóða þá hefst þáttur Sigurðar þegar liðnar eru rúmlega sex mínútur. Reyndar virðist einhver galli vera á hljóðinu og þáttur Sigurðar er döbbaður fram til rúmlega fímmtándu mínútu. Eftir Sigurð eru síðan umræður – njótið:

 

Video streaming by Ustream

 

Skoða má alla 24 klukkustundina á heimasíðu Climate Reality Project, með því að smella á myndina hér fyrir neðan.

—————————————————-

Af öðru efni þessa sólarhrings, þá mælum við sérstaklega með síðasta klukkutímanum en þar heldur Al Gore lokaræðuna. Vissulega er þar mikil endurtekning fyrir þá sem horfðu á íslensku útgáfuna, en það er kannski rétt að horfa á skipuleggjarann sjálfan (ath. eftir stuttan inngang kemur um 6 mínútna pása – ágætt að spóla eða ná sér í kaffi/te að drekka á meðan):

Video streaming by Ustream

 

Ítarefni

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál