Merkjanleg áhrif mannkyns á loftslag

Fyrir skömmu kom út leiðarvísirinn Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir. Hér er einn kafli hans.

Merkjanleg áhrif mannkyns á loftslag

Vísindamenn skoða mismunandi vísbendingar sem benda þó á samkvæman hátt til einnar niðurstöðu. Saman tekið benda gögn loftslagsvísindanna til þess að athafnir mannkyns hafi á ýmsa vegu þegar breytt loftslagi á merkjanlegan hátt. Mælingar víða um heim sýna aukningu koltvíoxíðs (CO2) í lofthjúpnum. Mælingar á samsætum þess kolefnis sem finnst í lofthjúpnum sýna að brennsla jarðefnaeldsneytis veldur mikilli aukningu á styrk koltvíoxíðs (C02) í lofthjúpnum.

Gervihnatta- og yfirborðsmælingar sýna að aukinn styrkur CO2 gleypir varma sem myndi annars sleppa út í geim. Hlýnunin ber margskonar einkenni sem eru í samræmi við það sem búast má við vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa. Uppbygging lofthjúpsins er að breytast. Til grundvallar þeirri staðhæfingu að það séu athafnir mannkyns sem valda hlýnun jarðar liggja ekki aðeinsfræðileg rök og líkanreikningar, heldur einnig margskonar óháðar mælingar á breytingum á náttúrufari.

Við kíkjum á næsta kafla af Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir á morgun.

Heimildir og ítarefni

1. Jones o.fl. 2003 (ágrip): Causes of atmospheric temperature change 1960-2000: A combined attribution analysis.

2. Laštovi o.fl. 2006: Global Change in the Upper Atmosphere.

3. Santer o.fl. 2003: Contributions of Anthropogenic and Natural Forcing to Recent Tropopause Height Changes.

4. Harries o.fl. (2001: Increases in greenhouse forcing inferred from the outgoing longwave radiation spectra of the Earth in 1970 and 1997.

5. Manning og Keeling 2006: Global oceanic and land biotic carbon sinks from the Scripps atmospheric oxygen flask sampling network.

6. Alexander o.fl. 2006: Global observed changes in daily climate extremes of temperature and precipitation.

7. Braganza o.fl. 2003:Indices of global climate variability and change: Part I—Variability and correlation structure.

8. Evans og Puckrin 2006 (ágrip): Measurements of the Radiative Surface Forcing of Climate.

9. Wei o.fl. 2009:  Evidence for ocean acidification in the Great Barrier Reef of Australia.

10. Barnett o.fl. 2005: Penetration of Human-Induced Warming into the World’s Oceans.

Tengt efni á loftslag.is

 

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál