Fyrir skömmu kom út leiðarvísirinn Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir. Hér er einn kafli hans.
Kolefni í lofthjúpnum er ekki allt eins. Það fyrirfinnst í mismunandi samsætum og er C12 algengast. Þyngri samsæta er C13 en plöntur vilja frekar léttari gerðina C12.
Jarðefnaeldsneyti, svo sem kol og olía, myndast úr plöntuleifum og eru því rík af C12. Við bruna jarðefnaeldsneytis losnar því hlutfallslega meira af C12 en C13, svo búast má við því að hlutfall C13/C12 í lofthjúpnum lækki.
Þetta er einmitt það sem mælingar sýna þegar styrkur þessara samsæta er mældur í lofthjúpnum[5], kórölum [9] og sjávarsvampdýrum [15]. Það eru því fyrirliggjandi beinharðar mælingar sem sýna að styrkaukningu CO2 má rekja til bruna jarðefnaeldsneytis.
Við kíkjum á næsta kafla af Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir á morgun.
Heimildir og ítarefni
5. Manning og Keeling 2006: Global oceanic and land biotic carbon sinks from the Scripps atmospheric oxygen flask sampling network.
9. Wei o.fl. 2009: Evidence for ocean acidification in the Great Barrier Reef of Australia.
15. Swart o.fl. 2010: The 13C Suess effect in scleractinian corals mirror changes in the anthropogenic CO2 inventory of the surface oceans.
Tengt efni á loftslag.is
- Kolefnissamsætur í kóröllum
- Fingrafar mannkynsins á hnattrænu hlýnunina
- Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir
- Breytingar á loftslagi af mannavöldum á einni mynd
Leave a Reply