Gögn sem sýna að hnattræn hlýnun er raunveruleg

Fyrir stuttu kom út leiðarvísirinn Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir. Hér er einn kafli hans.

Gögn sem sýna að hnattræn hlýnun er raunveruleg

Ein staðhæfing efasamdamanna er það villandi að þeir þurfa að sérvelja gögn á þrjá mismunandi vegu til að styðja hana. Þetta er staðhæfingin um að „hlýnun jarðar hafi hætt eftir 1998“.

12 mánaða hlaupandi meðaltal á hnattrænu fráviki hitastigs -(24)

Fyrst þarf að velja hitaröð sem byggir á gögnum sem ekki ná yfir allt yfirborð jarðar, líkt og bresku Hadley gögnin [21]. Þau gögn innihalda engar upplýsingar um hlýnun á Norðurheimskautssvæðinu, en þar hefur hlýnunin verið einna mest síðasta áratug [22]. Hitaraðir sem byggja á gögnum frá öllu yfirborði jarðar sýna að árið 2005 var hlýjasta árið. Heitasta 12 mánaða tímabilið var frá Júní 2009 til Maí 2010 [23].

Næst þarf að sérvelja upphafs og endaár til þess að langtímaleitnin falli að fullyrðingunni. Náttúrulegar sveiflur í hnattrænum hita eru verulegar frá ári til árs, m.a. vegna sveiflna í sjávarhita eins og t.d. El Nino sem hafa áhrif á varmaskipti milli lofts og sjávar. Til að meta langtímaleitni í meðalhita nota vísindamenn aðferðir eins og hlaupandi meðaltal og aðhvarfsgreiningu og taka öll gögn með í reikninginn. Þannig greining sýnir áframhaldandi hlýnun síðan 1998 [23,25].

Í þriðja lagi velja efasemdarmenn að horfa einungis á yfirborðshitann sem er mælikvarði á hita í neðri hluta lofthjúpsins. Aukin gróðurhúsaáhrif hafa í för með sér verulega umfram varmaorku. Um 80% af þeirri orku fer í að hita upp heimshöfin. Til að sjá hvort hlýnun jarðar hafi haldið áfram eftir 1998 er því gagnlegt að skoða uppsafnaða varmaorku í hafi, á landi og í lofthjúp. Þegar lagður er saman sá varmi sem fer í að hita heimshöfin, meginlöndin, lofthjúpinn og jafnframt að bræða ís sést greinilega að hnattræn uppsöfnun varma heldur áfram [26].

Uppsafnaður hiti Jarðar frá 1950 - (26). Hraði uppsöfnunar orku frá 1970 er jafngilt um 2,5 Hiroshima sprengingum á hverri sekúndu -(27).

 

Við kíkjum á næsta kafla af Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir síðar.

Heimildir og ítarefni

21. HadCRUT3 global monthly surface air temperatures since 1850.

22. Simmons o.fl. 2010: Low-frequency variations in surface atmospheric humidity, temperature, and precipitation: Inferences from reanalyses and monthly gridded observational data sets.

23. Hansen o.fl. 2010: Global surface temperature change.

24. NASA GISS GLOBAL Land-Ocean Temperature Index 2010.

25. Fawcet og Jones 2008: Waiting for Global Cooling.

26. Murphy o.fl. 2009: An observationally based energy balance for the Earth since 1950.

27. Malik 1985 (ágrip): The Yields of the Hiroshima and Nagasaki Nuclear Explosions.

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál