Fyrir nokkru kom út leiðarvísirinn Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir. Hér er einn kafli hans.
Fingraför mannkyns #4 Nætur hlýna meira en dagar
Aukin gróðurhúsáhrif þýða að nætur ættu að hlýna hraðar en dagar. Á daginn hitar sólin yfirborð jarðar. Á nóttunni kólnar yfirborð jarðar vegna útgeislunar varma út í geim. Gróðurhúsaáhrifin hægja á þessari kólnun á nóttunni. Ef hnattræn hlýnun væri af völdum sólarinnar, myndum við búast við að hlýnun væri meiri á daginn. Raunin er sú að fjöldi hlýrra nótta eykst meira en fjöldi hlýrra daga [6].
Við kíkjum á næsta kafla af Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir síðar.
Heimildir og ítarefni
6. Alexander o.fl. 2006: Global observed changes in daily climate extremes of temperature and precipitation.
Tengt efni á loftslag.is
- Fingrafar mannkynsins á hnattrænu hlýnunina
- Merkjanleg áhrif mannkyns á loftslag
- Breytingar á loftslagi af mannavöldum á einni mynd
Hvers vegna aðeins hlýjustu nætur og dagar? Hafa nætur almennt einnig hlýnað meira en dagar?
Góð spurning. Án ábyrgðar þá tel ég að sökum gagnamagns og dreifingu veðurstöðva þá hafi höfundar ákveðið að taka út fjölda daga en reikna ekki meðalhita fyrir nætur og daga (sjá kafla 3 um aðferðir, en þar er farið í aðferðafræðina). Niðurstaðan er samt sem áður talin vera sú að nætur hitni hraðar en dagar eins og kenningin um gróðurhúsaáhrifin spáir fyrir um.