Við á loftslag.is viljum benda lesendum á myndbönd með tveimur fyrirlestrum Dr. David Suzuki hér á landi og hægt er að skoða á heimasíðu Háskóla Íslands.
Fyrri fyrirlesturinn var sendur með fjarbúnaði um alnetið við góðan róm þann 4. apríl 2011. Hljóðið er ekki alltaf gott, en fyrirlesturinn er samt virkilega góður og margt af því sem hann segir hér, segir hann einnig í myndinni Force of Nature. Smelltu á myndina til að horfa á myndbandið í gegnum heimasíðu HÍ:
Seinni fyrirlesturinn mætti hann til Íslands þann 1. október 2011 og ræddi ástæður þess að almenningur og ráðamenn sýna umhverfismálun slíkt fálæti sem raun ber vitni. Á undan fyrirlestrinum var horft á kvikmynd eftir Sturlu Gunnarsson um Dr. David Suzuki – Force of Nature. Við mælum með henni.
Að loknum fyrirlestri Dr. Suzukis svaraði hann fyrirspurnum úr sal og söknum við þess að upptaka virðist ekki vera aðgengileg af þeim – en það var ansi fróðlegt og fjölbreyttar spurningar utan úr sal. Smelltu á myndina til að horfa á myndbandið í gegnum heimasíðu HÍ:
Frekari upplýsingar
Um frábæra mynd Sturlu Gunnarssonar um Dr. David Suzuki á IMDB: Force of Nature: The David Suzuki Movie
Tengt efni á loftslag.is
- Sólarhringur sannleikans
- Afl náttúrunnar (Force of Nature) – Dr. David Suzuki
- Gestapistill: Er almenningi sama um loftslagsmál?
- Opinn fundur – Áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum
Leave a Reply