Í eftirfarandi myndbandi má sjá fallegar en jafnframt sláandi myndir sem sýna hvernig ýmsir jöklar Himalaya hafa skroppið saman á síðustu 80 árum eða svo. Myndirnar eru til sýnis í Royal Geographical Society í London – ef einhver á leið þar um.
Á árunum 2007 til 2010 fetaði David Breashears í fótspor helstu brautryðjanda ljósmyndunar, eins og til að mynda Major E O Wheeler, George Mallory og Vittorio Sella, til að gera tilraun til að endurgera hrífandi útsýnis ljósmyndun þeirra af jöklum Himalaya, út frá sömu stöðum og þeir gerðu á sínum tíma.
Fjallgöngumaðurinn og ljósmyndarinn David Breashears er stofnandi GlacierWorks (sem ekki er rekið í hagnaðarskyni), sem notar listir, vísindi og ævintýri til að vekja athygli almennings á afleiðingum loftslagsbreytinga í Himalaya fjallgarðinum.
Tengt efni á Loftslag.is:
- Eru jöklar að hopa eða stækka?
- Himalayajöklar og hlýnun andrúmslofts
- Jöklar Himalaya og álitshnekkir IPCC
- Ted | Myndskeið af hreyfingu jökla
- Samhengi hlutanna – Ístap Grænlandsjökuls
Leave a Reply