Ekki er búist við að loftslagsbreytingar hafi áhrif á tíðni eða umfang El Nino/La Nina sveifluna – ENSO ( El Niño/Southern Oscillation) út þessa öld, en afleiðingar sveiflunnar gætu þó versnað. Þetta er niðurstaða nýlegrar rannsóknar sem birtist í Journal of Climate (Stevenson o.fl. 2011).
Sterk ENSO sveifla verður á 4-12 ára fresti, þegar yfirborðhiti sjávar við miðbaug Kyrrahas verður óvenjulega hár – vestur af strönd suður Ameríku. Fyrirbærið hefur áhrif víða um heim – með óvenjulegu veðurfari sem veldur gríðarlegu tjóni, sérstaklega af völdum flóða og þurrka. Því er mikilvægt að vita hvernig ENSO sveiflan getur breyst við þær loftslagsbreytingar sem nú eru í gangi og væntanlegar eru út þessa öld.
Vísindamennirnir notuðu loftslagslíkön NCAR (Community Climate System Model -CCSM) og líktu eftir loftslagsbreytingum og mögulegum áhrifum sem það myndi hafa á ENSO út öldina. Í stuttu máli þá fundu þeir engar breytingar á umfang eða tíðni ENSO sveiflunnar.
Aftur á móti er búist við, að heitara og blautara andrúmsloft framtíðar, geti gert ENSO atburðina öfgafyllri. Sem dæmi spáir líkanið því að fyrirstöðuhæð suður af Alaska, sem myndast við La Nina vetur (kaldari hluti sveiflunnar), muni styrkjast í framtíðinni sem þýðir að kalt loft norðurskautsins á greiðari leið að norður Ameríku í framtíðinni.
Heimildir og ítaerefni
Umfjöllun á heimasíðu UCAR/NCAR: El Niño and climate change in the coming century
Greinin sem birtist í Journal of Climate, Stevenson o.fl. 2011: Will there be a Significant Change to El Nino in the 21st Century?
Tengt efni á loftlsag.is
- Loftslag og veður – öfgar aukast
- Aukin flóðahætta af völdum hnattrænnar hlýnunar
- Áhrif hnattrænnar hlýnunar
- Vindstyrkur og ölduhæð eykst
- Eru auknir öfgar í veðri tengdir hnattrænni hlýnun?
Leave a Reply