Í drögum að skýrslu sem Loftslagsnefnd Sameinuðu Þjóðanna (IPCC) hefur birt, kemur fram að líkurnar séu 2 á móti 3 að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu nú þegar farnar að hafa afleiðingar í átt að auknum öfgum í veðri. Í samantekt skýrslunnar, sem Associated Press hefur komist yfir, kemur fram að aukning illviðra, eins og til að mynda úrhellisins sem hefur valdið miklum flóðum í Tælandi, muni leiða til fleiri dauðsfalla og skemmdum á eignum sem og gera sum svæði að auknum jaðarbúsvæðum í framtíðinni. Í skýrslunni kemur fram að vísindamenn telji sig “því sem næst sannfærða” um að áframhaldandi hlýnunin muni valda, ekki einungis aukningu öfgakenndra hitabylgja og þurrka á sumum svæðum, en muni líka vera ástæða úrhellisrigninga sem muni geta valdið alvarlegum flóðum. Skýrslan sem fer m.a. í það umdeilda efni hvort loftslagsbreytingar hafi nú þegar valdið meiri öfgum í veðri, kemur út eftir nokkrar vikur, fyrir loftslagsráðstefnuna sem haldin verður í Durban í Suður Afríku í desember. “Ég tel að fólk geri sér ljóst að öfgarnir sé það sem við munum sjá varðandi afleiðingar loftslagsbreytinga,” sagði Jerry Meehl, vísindamaður hjá bandarísku lofthjúps rannsóknarmiðstöðinni.
Heimild:
YALE Environment360 – EXTREME WEATHER EVENTS LIKELY LINKED TO WARMING, IPCC SAYS
Tengt efni á loftslag.is:
- Tíðni hitabylgja gæti aukist í Bandaríkjunum
- Tvær gráður of mikið
- Þiðnandi sífreri mun auka á hnattræna hlýnun jarðar
- Fjórar gráður
- Styrkur í stormum framtíðar
Leave a Reply