Climategate mark 2 – Sölumenn vafans snúa aftur

Sölumaður vafans

Í eftirfarandi myndbandi má sjá fróðlega greiningu frá Potholer54 um hið nýja plathneyksli sem “efasemdamenn” eru að reyna að spinna upp nú um stundir og hafa kallað climategate 2,0 (frumlegheitin eru í hávegum höfð á þeim vígstöðvum). Það virðist vera sem þeir hafi “fundið” fleiri stolna tölvupósta til að birta – reyndar er eitthvað af því það sama og kom fram fyrir 2 árum og varla nokkuð nýtt í því, en nýtninni er þó fyrir að fara, ekki má taka það frá “efasemdamönnum” í þetta skiptið. En venju samkvæmt taka “efasemdamenn” hlutina úr samhengi og mistúlka af stakri “snild”…ekkert nýtt í því í sjálfu sér – sama aðferðafræðin er notuð aftur nú 2 árum seinna og núna er það rétt fyrir loftslagsráðstefnuna í Durban. Hvers vegna ættu “efasemdamenn” að henda góðu plotti fyrir róða, enda gekk það vonum framar síðast? Spyr sá sem ekki veit…

En, það má segja að það sé góð flétta hjá Potholer54 í myndbandinu, krydduð með léttri kaldhæðni og nettu líkingamáli. Sjón er sögu ríkari, gjörið svo vel:

Tengt efni á loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.