Hnattrænn hiti fyrir árið 2011 mun að öllum líkindum verða í tíunda sæti frá því mælingar hófust, samkvæmt bráðabirgðamati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Árið er að vísu ekki búið, en ef áfram heldur sem horfir þegar tölur fyrir nóvember og desember verða komnar í höfn, þá þýðir það að þrettán heitustu árin frá því mælingar hófust hafa orðið síðustu 15 árin.
Árið í fyrra var, samkvæmt flestum hitaröðum, jafnt og heitasta árið samkvæmt mælingum. Árið í ár mun sýna lægri tölur en í fyrra – en við því var að búast (sjá t.d. pælingar loftslag.is og lesenda frá því síðasta vetur, t.d. í athugasemdum – Náttúrulegur breytileiki og horfur fyrir árið 2011). Eins og sjá má, þá voru flestir á því að það myndi kólna mun meir en útlit er fyrir núna – það má því segja að hin hnattræna hlýnun af mannavöldum sé í raun sterkari partur loftslagsbreytinga en margur heldur.
Mikill hluti þessa árs hefur sterk La Nina haft áhrif á loftslag jarðar – sú öflugasta í 60 ár. La Nina, sem er partur af náttúrulegri sveiflu í Kyrrahafinu (ENSO -El Nino), einkennist af því að stórt svæði Kyrrahafsins hefur óvenjulega kaldan yfirborðshita sjávar nálægt miðbaug. Sú sveifla hefur áhrif á loftslag hnattrænt með því að hafa áhrif á loft-og sjávarstrauma. Áhrifa La Nina hefur t.d. aukið á þurrkana í Texas og haft áhrif á hina óvenjumiklu úrkomu sem verið hefur í austur Ástralíu og suður Asíu á þessu ári.
Heimildir og ítarefni
Bráðabirgðamat Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar fyrir árið 2011.
Fréttatilkynning Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar.
Tengt efni á loftslag.is
- Náttúrulegur breytileiki og horfur fyrir árið 2011
- El Nino og loftslagsbreytingar út þessa öld
- Árið 2010, heitt og öfgafullt
- Árið 2010 hlýjast samkvæmt NASA-GISS
- Óvenjulegt veður árið 2010
- Hitahorfur fyrir árið 2010 – upprifjun
Já það var lítið úr kólnuninni sem sumir boðuðu að ætti að ganga yfir í ár. Sjálfur lét ég jafnvel afvegaleiðast þegar ég spáði hér á síðunni að árið myndi enda í +0,38°. Eftir 10 mánuði var árið hinsvegar komið í +0,517 samkvæmt NASA-GISS. En árið er ekki liðið og tölur síðustu tveggja mánaða ekki með, líklega mun talan eitthvað lækka en þó ekki mikið.
Annars má líka velta fyrir sér hversvegna bláu La Nina árin hafa orðið þetta hlýrri á allra síðustu árum á meðan lítil breyting hefur orðið á rauðu súlunum sem standa væntanlega bæði fyrir La Nina og hlutlaus ár.
Mig minnir að ég hafi lesið nýlega að úthföin séu að gleypa hita niður á meira dýpi en áður var talið. Það getur útskýrt af hverju hitastig La NIna ára virðast hækka hraðar en hinna ára – það er einfaldlega heitari djúpsjór sem La Nina dregur með sér upp. Bara pæling.
Skýringin á þessu milda La Nina ári gæti líka einfaldlega verið sú að á miðju ári var nánast hlutlaust ástand á Kyrrahafinu. Nú stefnir aftur í La Nina ástand sem mun ná fram á næsta ár. Það er því kannski erfitt að bera saman La Nina eða El Nino ár vegna þess hve misjafnlega þau hitta á árin.
Jamm – á tímabili var hlutlaust ástand, en í heildina séð er þetta ár eitt af öflugri La Nina árunum (ef ég hef ekki miskilið eitthvað). Svo virðist stefna í að La Nina haldi áfram allavega fram á vor (sjá fréttatilkynningu WMO). Líklega sjáum við ekki næsta metár í hita fyrr en árið 2013.
Milda La Nina ár???
Sumir eru nú jafnari en aðrir.
Það var nú kalt hér á landi fram eftir vetri og vorið koma aldrei og sumarið kom seint.
Og svo sýnist mér að núverandi kuldakast sem staðið hefur yfir síðan um miðjan nóv. hafi bundi snöggan endi á hið heita La Nina ár hér á landi.
Og ekkert útlit er fyrir hlýnandi verður það sem eftir lifir ári.
Ég er og verð efasemdamaður um kenninguna um að það fari hlýnandi á Jörðinni, þrátt fyrir að “viðurkennd” vísindi sýni fram á annað. Ég mun aldrei sannfærast fyrr en ég sé sjálfsprottin pálmatré hér á landi.
Hrafnkell. Við höfum útskýrt fyrir þér muninn á staðbundnum og tímabundnum sveiflum í hitastigi. Ef sjálfsprottin pálmatré hér á landi er hið eina sem sannfærir þig, þá er afneitunin ansi sterk í þér – því fjölmargar aðrar vísbendingar eru um hina hnattrænu hlýnun – sjá t.d. Merkjanleg áhrif mannkyns á loftslag
Hrafnkell Snorrason, takk fyrir athugasemdina – en þess ber að geta að það eru nokkrar staðreyndavillur í þessu hjá þér:
Fyrst og fremst, þá er árið ekki kalt á Íslandi, sjá t.d. fróðlegar vangaveltur hér. Það er heldur ekki hægt að nota staðbundið veður á Íslandi sem mælikvarða fyrir restina af heiminum.
Kuldakastið sem nú stendur yfir hófst á lokadögum nóvember – þannig sú fullyrðing þín að það hafi verið kalt síðan um miðjan nóvember er í besta falli mjög vafasöm. Hitt er svo annað mál að Ísland er ekki nafli alheimsins og veður á Íslandi í Desember (það er ekkert nýtt að það sé kalt á vetrum á Íslandi) er alls ekki hægt að yfirfara á restina af heiminum…svo ég ítreki það.
Ef þú ætlar að bíða eftir að sjá sjálfsáð pálmatré á Íslandi áður en þú tekur mark á vísindum, þá verður það ekki á meðan þú dregur andann, svo mikið er víst – enda ekki spár sem gera ráð fyrir svo mikilli hækkun hitastigs á Íslandsströndum að svo geti orðið.
Sveinn Atli,
Nákvæm dagsetning á upphafi núverandi kuldakasts er sunnudagurinn 20. nóvember 2011, hvorki meira né minna, svo næstkomandi sunnudag 11 des. nk. eru nákvæmlega 3 vikur síðan það hófst.
Nákvæmlega, þó að það sé mjög hlýtt hér á landi í nokkra daga á sumrin, þá er Ísland ekki nafli alheimsins og því geta hlýindi á svo litlu svæði ekki verið merki um alheims hlýnun.
Sumarið í Evrópu var t.d í svalara lagi og var mjög vætu samt, svo ekki sé meira sagt.
Vísindi eru vísindi, en ekki sannleikur.
Hægt er að sýna fram á ýmislegt með vísindalegum aðferðum og útreikningum, en það þarf samt sem áður ekki að vera sannleikur.
Einungis tíminn mun leiða í ljós hvort að vísindin (loftslagsvísindin) hafi rétt fyrir sér eða ekki.
Svona lagnvarandi kuldakös fá fólk til að efast um kenningar um alheimshlýindi. Ekkert, nákvæmlega ekkert, bendir til þess að hlýna muni í bráð hér á landi.
Allar líkur eru því á að desember verði því í kaldara lagi, þrátt fyrir meinta alheimshlýnun.
Langur vetur sl. vetur, kallt vor og sein sumarkoma, auk kuldakastins núna fá mig til að efast um kenninguna um alheimshlýnun.
Í besta falli fyrir ahleimshlýnunarsinna er um hlé í hlýnuninni að ræða.
Og meira, Sveinn Atli.
Varðandi það að Ísland sé ekki nafli alheimsins, þá var ég að banda á að kallt er um all stórt svæði á norðurhveli Jarðar, í allri N-Ameríku norðanverði og niður undir miðríkin, í Mið-Austurlöndum, og jafnvel á Nýja Sjálandi, svona ef þetta hefur farið fram hjá þér.
Hrafnkell Snorrason, það er leiðigjarnt að þurfa að segja sömu hlutina við þig aftur og aftur. Það var ekkert óvenjulegt við veðrið eða nokkuð áberandi kalt í nóvember fyrr en undir lok mánaðarins – nóvember var í heild nokkuð hlýr á Íslandi, hvað sem segja má um síðustu dagana. Þú þarft að túlka kuldakastið ansi frjálslega til að orða það sem svo að það hafi byrjað 20. nóvember. Ekki að það skipti nokkru máli, þar sem að staðbundið hitastig (kuldakast) er ekki hægt að yfirfæra á heimsvísu.
Hér má sjá hitastigið á ýmsum stöðum í heiminum, bæði síðustu vikuna, mánuðinn og síðustu 3 mánuði (svo dæmi séu tekin) og eins og þarna má sjá þá eru Kanda, Evrópa (mest öll), Rússland og Indland hlýrri en meðaltalið. Það má einnig finna kaldari svæði, eins og t.d. í hluta Miðausturlanda og við Labrador. En til þess að sjá einhverja kulda út úr þessu, þarf mikin vilja til og sérvelja það sem maður horfir á, enda mun meira rautt (hlýrra) en blátt (kaldara) – (mig langar að þakki Emil fyrir að benda á þetta kort).
En annars eru vísindi m.a. mælingar gerðar með vísindalegum aðferðum – það má sjá með þeim aðferðum að hitastig í heiminum er í hæstu hæðum (eins og sjá má í færslunni hér að ofan), þrátt fyrir meintar fullyrðingar um annað Hrafnkell. Það þýðir lítið að taka út einn part af heiminum og alhæfa út frá honum eins og þú gerir. Með vísindalegum aðferðum getur maður ályktað sem svo að það sé ekkert kuldakast í kortunum á heimsvísu, hvað sem segja má um nokkura daga kuldakast á Íslandi – sem er bara allt annað mál og er ekki mælikvarði fyrir hitastig á heimsvísu.
Reyndar er ekkert sérstaklega kalt í ár á Íslandi, sjá t.d. vef Veðurstofunnar, Tíðarfarsyfirlit 2011 – mæli með að þú skoðir þetta Hrafnkell.
Sveinn Atli:
Takk fyrir að benda mér á Tíðarfarsyfirlitið hjá Veðurstofunni.
Það er reyndar eitt sem ég rak augun í og er skeptískur yfir:
“Reyndar er ekkert sérstaklega kalt í ár á Íslandi, sjá t.d. vef Veðurstofunnar, Tíðarfarsyfirlit 2011 – mæli með að þú skoðir þetta Hrafnkell.”
Við hvað er miðað?
Hitastigið 1960-1990?
Þetta tímabil var reyndar mun kaldara en næstu tímabil þar á undan, tímabilið 1920-1960.
Og hver er skýringin að svona miklu kuldakasti núna og það svona snemma vetrar og það í miðju meintu “alheimshlýnunartímabili”?
Hringir það engum bjöllum hjá ykkur?
Amk. ættu svona kuldatímabil aðeins að kæla niður loftslagshitasóttina hjá ykkr, þannig að þið ættuð aðeins að verða rólegri.
Hrafnkell Snorrason
Það er alvanalegt að “efasemdamenn” reyni að oftúlka staðbundin kuldaköst, sem eiga sér stað öðru hvoru, sérstaklega að vetrarlagi. Ég veit ekki hvað þú skilur ekki varðandi staðbundið hitastig yfir stutt tímabil, eins og við erum að upplifa hér á Fróni og svo meðalhitastig á heimsvísu? Þar af leiðandi á ég erfitt með að útskýra það nánar fyrir þér. En skoðaðu vinsamlega svörin hér að ofan og einnig væri ráðlegt fyrir þig að átta þig á hvað um er að ræða, t.d. með því að skoða Mælingar staðfesta kenninguna – þessi fræði byggjast ekki á því að engin staðbundin kuldaköst eigi sér stað nokkurn tíma.
Það er alveg ljóst að það er og hefur verið að hlýna í heiminum á undanförnum árum og áratugum – hvað sem segja má um eðlilegar sveiflur og staðbundið hitastig. Mig langar t.d. að benda á mýtuna Það er kalt á Klonke Dinke og því er engin hnattræn hlýnun… Þessi virðist dúkka upp með reglulegu millibili og þú ert væntanlega fastur í þessari mýtu núna.
Varðandi viðmiðunarárin, þá eru þau 1961-1990, það kemur fram á vef Veðurstofunnar og er alveg ljóst þeim sem það vilja sjá. Viðmiðunarárin flytjast reglulega, en það breytir svo sem ekki veruleikanum (enda lítið mál að bera þetta saman við t.d. síðustu ár ef áhugi er fyrir því), en alla vega, hvað sem öðru líður, eitthvað verðum við að miða við. Jörðin er að hlýna og rannsóknir benda til að það sé vegna aukina gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum.
Það sem þú ættir að hafa áhyggjur af varðandi þinn eigin málflutning, Hrafnkell, er hvort hann hangir saman yfirleitt. Það er frekar léleg röksemd að búa til einhverjar “staðreyndir” sem ekki standast skoðun, eins og t.d. að yfirfæra staðbundin fyrirbæri (eins og núverandi kuldakast á Íslandi) og oftúlka það á alla mögulega vegu og/eða yfirfæra það á heimsvísu. Það er lítið mál að koma fram með fullyrðingar um kólnun (á heimsvísu væntanlega?), en ef það er ekki í samræmi við gögnin, þá skipta svoleiðis fullyrðingar engu varðandi það sem er til umræðu í það skiptið (t.d. hitastig á heimsvísu) – Staðreyndir verða ekki til upp úr þurru, það verður að vera hægt að rökstyðja þær með röksemdum sem standast skoðun. Staðbundin kuldaköst eru ósköp venjuleg fyrirbæri sem eru hluti af veðri til skamms tíma og alls ekki hægt að yfirfæra það á meðalhitastig Jarðar…og beinlínis kjánalegt að staðhæfa um svoleiðis eins og þú virðist vera að gera Hrafnkell. Annars ertu að endurtaka þig, bendi þér á fyrri svör okkar Höska varðandi önnur atriði.
Já, en Sveinn Atli, þessi vetur og síðasti vetur voru öðruvísi en veturnir á undan (árin 2002-2009).
Vetunir þá voru mun mildari og minna um löng kuldaköst eins og t.d. síaðsta vetur og nú í vetur, auk þess að úrkoma var mun minni veturna fram til 2010.
Núverandi kuldakast er orðiði óvenjulega langt og strangt og eru vístir menn farnir að taka það inn í umræðuna í samanburði við kuldaköst fyrri tíma.
Núverandi kuldakast er orðið óvenjulagt og er óvenju snemma á ferðinni og er í kaldara lagi. Svipar til kuldakastanna sem ríktu hér fyrir daga alheimshlýnunarinnar.
Svo er allt norðurhvel Jarðar orði meira eða minna undirlagt kuldanum sem nú gengur yfir.
Það mætti því spyrja eftirfarandi:
– Er undanfarnir kaldari vetur undanfarar kólnandi tíðar næstu áratugi, – þ.e. er hlýnunin á undanhaldi eða hefur henni verið snúið við?
– Getur þessi kaldari tíð undanfarna tvo vetur verið vísbending um að það verði kaldara sum staðar á Jörðinni, en hlýrra annars staðar, og við hér á landi erum svo óheppin að lenda á kólnunarsvæðum loftslagsbreytinga?
Ég veit að efasemdarmenn um hlýnun Jarðar fara í taugarnar á mönnum eins og ykkur, en maður má nú aðeins staldra og leyfa sér að vera skeptískur og spyrja; “er þetta nú alveg rétt hjá vísindamönnunum”.
Við verðum líka að hafa það í huga að það er heill iðnaður í húfi ef í ljós kemur að það sé ekki að hlýna á Jörðinni.
Alheimshlýnunariðnaðurinn veltir mia. USD á ári hverju og margir hafa atvinnu af því að skrifa færðigreinar um hlýnun Jarðar og sýna fram á þetta með fyrirlestrum víðsvegar um heiminn styrktir af skattfé ýmissa landa.
Ps. Sveinn Atli:
Maður spyr sig líka hérna;
Af hverju er svona kalt núna?
og af hverju stendur kuldakastið svona lengi yfir?
Og þetta er svona þrátt fyrir að það sé sagt að hlýna í heiminum. Þvert á þessa fullyrðingu fáum við óvenjulega langt og kalt kuldakast, þegar í raun ætti að vera mildara á þessum árstíma vegna hlýnunar Jarðar.
Hafið þið engar áhyggjur af þessu þarna hjá Loftslag.is?
Með hverjum deginum sem þetta kuldakast stendur yfir, fjölgar í hópi efasmedarfólks um hlýnun loftslags á Jörðinni.
Hrafnkell Snorrason
Til að byrja með, þá er náttúrulegur breytileiki í loftslagi – líkt og nokkurra daga/vikna kuldakast staðbundið yfir nokkur landsvæði – áhugavert, en hefur lítil áhrif í heildina séð. Ástæðan er sú að þótt að það sé kalt hér á Íslandi, þá er hlýtt víða annars staðar á sama tíma. Það er ekki rétt að segja að norðurhvel Jarðar sé undirlagt kuldum, það er því alger rangfærsla hjá þér Hrafnkell.
Nei að öllum líkindum heldur hlýnunin áfram – eins og hún hefur gert undanfarna áratugi – undanfarnir vetur hafa heldur ekkert verið sérstaklega kaldir á Norðurhveli í heild, þó það hafi gerst staðbundið og við heyrt um það í fréttum. Það er ekki fyrr en dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og/eða menn fara að binda kolefni í miklu magni að hugsanlega muni draga úr hlýnuninni.
Það er möguleiki að það myndist þau skilyrði að lega fyrirstöðuhæða og lægðagangur stýri ísakuldum Norðurskautinu yfir sum svæði hér á Norðlægum breiddargráðum – líkt og hefur gerst undanfarin tvo vetur í Skandinavíu, þó ekki sé hægt að orða það svo að það sé almennt kalt á Jörðinni (eins og áður hefur komið fram). Breytingar í legu hafíssins sem hefur verið að bráðna mikið undanfarna áratugi hafa hugsanlega breytt legu loftmassanna og ókyrrðin gæti valdið því að kalt loft á greiðari leið suður á bóginn að vetrinum – en eins og við vitum, þá er nístingskuldi að vetri til á Norðurskautinu – hvað sem líður hnattrænni hlýnun.
Gott mál að hafa efasemdir – betra er þó ef efasemdirnar eru studdar af gögnum, mælingum og rökum. Það er s.s. vöntun á gögnum sem standast skoðun frá “efasemdamönnum” sem aðallega er athyglisverð – ekki síst í ljósi þeirra staðhæfinga sem þeir hafa uppi – þeir fara ekkert sérstaklega í taugarnar á okkur…en vöntun á rökfærslum er þó áberandi… Það er frekar veik rök að horfa út um gluggann um vetur og yfirfæra það sem maður sér á restina af heiminum…svo dæmi sé tekið.
Þú ofmetur algjörlega þær fjárhæðir sem vísindamenn hafa til að rannsaka og skrifa fræðigreinar og vanmetur hugsanlega líka áhrif og mátt þeirra sem vilja ekki að tekið verði á málinu… Ég tel að vísindamenn sæki ekkert sérstaklega í þetta fag, enda mjög harður heimur afneitunar sem herjar á þessa blessuðu menn, fyrir utan svo að ég hef ekki heyrt um vísindamenn sem hafa orðið ríkir á þessu – þrátt fyrir staðhæfingar “efasemdamanna” þar um…
Það er mikið af endurtekningum hjá þér og nógu mikið af svörum hér fyrir ofan fyrir þig að melta. Það sem þú þarft að hafa í huga er þetta: Þetta er staðbundið og tímabundið kuldakast. Á sama tíma eru aðrir staðir þar sem er staðbundið og tímabundin hitabylgja. Hitinn dreifist ekki jafnt um allan heim – en öfgar í hitum fjölgar á kostnað öfga í kuldum.
Jæja, nú hefur kuldaskeiðið staðið svo að segja látlaust í næstum tvo mánuði og nýliðinn desember var einn sá kaldasti og snjóþyngdsti frá upphafi mælinga.
Þetta sem þið töluðu um að væri einungis “smá” tímabundið kuldakast, hefur ekki reynst vera smá tímabundið kuldakast, heldur langvarandi og mikið kuldakast með miklu fannfergi og þaðan af erfiðu tíðarfari sem ekki sér fyrir endan á.
Nýbyrjaður janúar ætlar einnig að verða mjög snjóþungur, enda fátt sem bendir til annars en að áfram muni snjóa þó svo að stutt hláka verði næstu helgi.
Snjóþykktin er víða svo mikil að ólíklegt er að snjóa muni leysa í bráð og sennilega ekki fyrr en á vormánuðum verði vorið hlýtt.
Allt eins má ætla að næsta vor verði svalt eftir langvarandi kuldatímabil og því muni sumra seint líkt og árið 2011.
Svo má líka benda á að í allri Norður-Ameríku, stórum hluta Síberíu, Kína, Indlandi og Kóreuskaganum, hefur verið tíðarfar verið í kaldara lagi, þó svo að þið viljið ekki viðurkenna það.
Aftur á móti hefur verið í hlýrra lagi í Evrópu og Rússlandi.
En samt sem áður teljið þið í bókstafstrú ykkar að það sé samt sem áður að hlýna á Jörðinni, af því að vísindamenn hafi “sannað” það.
Ó-já, margir skreyta greinar sínar með gildishlöðnum setningum eins og “vísindamenn hafa sannað”, eða “rannsóknir sýna” og öðrum gildishlöðnum orðum, til að ljá málstað sínum gildi.
Ég tel hinsvegar að það sem kalla mætti “peak global warming” hafi verið árið 2010 og að nú sé farið að kólna aftur á Jörðinni, þó svo að það sé ekki “vísindalega sannað” og að “vísindamenn telji svo ekki vera”.
Kólnun þessi skv. minni kenningu hefst á norðurhveli Jarðar og dreifist á næstu árum og áratugum um alla Jörðina.
Margt bendir líka til þessa.
Við höfum aftur fengið veðurfar á vetrum eins og það var í þá gömlu “góðu” daga á árunum milli 1960 – 1985, langir, snjóþungir og kaldir vetur líkt og verið hafa 2010/2011 og svo núna 2011/2012.
Veturnir 2008/2009 og 2009/2010 voru aftur á mót algjör undantekning, mjög mildir og snjóléttir. Slíka vetur fáum við ekki aftur í bráð og sennilega ekki næstu áratugina skv. minni kenningu.
Margt annað bendir líka til að hér fari kólnandi á norðurhjaranum, þó svo að hin úreltu 30 ára viðmið sem eru tímabilið 1960-1990 sýni fram á annað, því meðalhitinn hér á landi var 0,2 gráðum lægri árið 2011 sé miðað meðaltal áranna 2000-2010, (sjá vef Einars Sveinbjörnssonar.
Tíminn mun aftur á móti leiða það í ljós hvort að þessi kenning mín sé rétt, þó svo að þið hjá Loftslag.is veljið að trúu í ógagnrýnin á “vísindamenn” og það sem er “vísindalega sannað” af því að þið viljið ekki “afneita vísindunum”.
Þið eruð eins og prestar á miðöldum sem héldu því fram að Guð hefði skapað himinn og Jörð og að Jörðin væri flöt og miðja alheimsins af því að vísindamenn þeirra tíma höfðu “sannað” það upp fyrir Guði.
Líkt og ég sagði fyrir um að núverandi kuldakast væri ekki smá kuldakast, og að það færi kólandi hér á landi miðað við meðaltal áranna 2000-2010, þá mun ég hafa rétt fyrir mér varðandi það að núverandi áratugur verði kaldari en tveir áratugirnir á undan, þrátt fyrir að “vísindamenn” segi annað.
Tíminn mun leiða það í ljóst og ég mun geta staðfest þetta við ykkur árið 2020/2021 þegar þessi áratugur er liðinn og ég hef rétt fyrir mér eins og svo oft áður.
Sæll Hrafnkell
Enn er þetta tímabundið og staðbundið kuldakast, dreifing kuldans á norðurslóðum er misjafn að vetri nú eins og áður fyrr, þótt meðaltalið sé hærra – og hitinn heldur áfram að aukast hnattrænt.
Þú sakar okkur um trúarbrögð af því að við horfum á gögn og rannsóknir vísindamanna. Á sama tíma kemur þú með setningar eins og:
Veturnir 2008/2009 og 2009/2010 voru aftur á mót algjör undantekning, mjög mildir og snjóléttir. Slíka vetur fáum við ekki aftur í bráð og sennilega ekki næstu áratugina skv. minni kenningu.
Hvað hefurðu fyrir þér annað en einhverskonar trú á þínu eigin innsæi og á hverju byggirðu þessa “kenningu þína”?
Sæll Höski.
Með því að líta á þróun veðurfars undanfarna áratugi er hægt að koma með kenningu um þróun veðurfars í framtíðinni.
Mín kennig er að það skiptist á hlý og köld tímabil, t.d. svona;
Það var kalt tímabilið 1960-1985/90, eftir það tók við hlýtt tímabil sem nú er að ljúka.
Þetta nýja kalda tímabil mun svo standa fram yfir 2030/35 þegar aftur mun fara hlýnandi.
Ýmislegt bendir líka í þessa veru. 2010 var kaldara en árin þar á undan og nú í vetur hefur verið kaldara en allan síðast áratug.
T.d. er yfirborðshiti sjávar mun kaldari á norðurslóðum en verið hefur undanfarin ár. Þessi þróun mun halda áfram og breiðast út hnattrænt, þó kólnunu verði mismikil, mun hún verða mest á norðurslóðum.
Kalt hefur verið víða um norðurhjaran, t.d í Kanada, Alaska (óvenjumikill snjór), auk þess að snjóþungt hefur verið í Kína, Indlandi, Japan, Kóreu og Síberíu.
Sú kuldatíð sem þið söguð að væri bara stutt og tímabundin, er að fara í sinn 3ja mánuð og er allt eins útlit fyrir að hún haldi áfram þó svo að eilítið hlýni tímabundið um helgina.
Sögulega séð hefur febrúar verið kaldasti mánuður vetrarins og sá úrkomumesti. Hann hefur t.d. verið helmingi úrkomumeiri en janúar séð í sögulegu samhengi.
Við eigum því von á enn meiri snjó í febrúar en verið hefur og ef að líkum lætum mun snjóa hér á landi í byggð út apríl í ár spái, m.a. vegna þess að vindátt er óhagstæð og að sjávarhiti er lægri en verið hefur.
Fátt bendir því til að það fari hlýnandi hér á landi í bráð og getum við almennt búist við lögnum köldum og snjóþungum vetri og svölu vori, enda er þetta upphafið að nýju kuldaskeiði hér á norðurslóðum.
Við skulum vita hvort að ég hef ekki rétt fyrir mér eins og svo oft áður, sama hvað öll vísindi segja.
Kveðja:
Hrafnkell Snorrason
Áhyggjumaður um kólnum Jarðar.
Hrafnkell, ég verð að leiðrétta nokkrar misfærslur og vona að þú skoðir í framtíðinni einhverjar tölur áður en þú kemur með yfirlýsingar.
Eins og þú sérð á myndinni sem fylgir þessari frétt þá var 2010 heitast eða jafnheitt og heitasta árið þar á undan (sem var 2005 samkvæmt þessum tölum).
Ég hef ekki séð neinar tölur um að veturinn í vetur hafi verið óvenjukaldur – geturðu bent mér á slíkt?
Ég veit ekki hvaðan þú hefur þetta – en hvers vegna var þá sett hitamet á Norðurslóðum (milli 64-90°N) á síðasta ári? Að ógleymdu gríðarlegri bráðnun hafíss – það hlýtur að vera skrítið ef sjávarhiti hefur verið svona lágur!!
Við sögðum tímabundin og staðbundin kuldatíð. Tímabundin af því að það var óvenjukalt á tímabili í desember – en fáir myndu telja janúar hafa verið óvenjukaldan. Staðbundið af því að við erum að tala um kulda sem er óvenjulegur á litlu svæði á sama tíma og óvenjuheitt er annars staðar.
Þú talar mikið um snjó – er eitthvað óvenjulegt við það að það snjói að vetri til – segir það eitthvað um hnattræna hlýnun að það snjói þegar hitinn er undir frostmarki? Eða hefur eðlisfræðin eitthvað breyst við hina hnattrænu hlýnun?
Neibb. Það mun halda áfram að snjóa og jafnvel benda niðurstöður loftslagslíkana til þess að snjókoman geti orðið meiri á hærri breiddargráðum um hávetur, því marktækt meiri vatnsgufa er í andrúmsloftinu nú en fyrir 20-30 árum og því meiri líkur á meiri snjókomu en áður – þ.e. þegar hitinn fer niður fyrir frostmark.
Ertu að spá hnattrænni kólnun eða bara kólnun á Íslandi?
Sjá einnig frétt á mbl.is: Nýtt hitamet á norðurskautinu
Þegar ég á við kuldatíð á ég við allan þann tíma þegar hitinn er undir frostmarki. Ég er ekki að tala um nein met í þessu samhengi.
Þannig hefur veðráttan verið hér síðan um 20. nóv. af undanskildum örfáum hitaskotum rétt yfir frostmarki.
Á venjulegum vetri skiptast á hlý og köld tímabil sem vara í 1-2 vikur. Í hlýjum tímabilum tekur vetrarsnjóinn næstum alveg upp þannig að vel fært verður um. Slík tímabil hafa ekki komið hér síðan 20 nóv. sl.
Samkvæmt bloggi Einars Sveinbjörnssonar er yfirborðshiti sjávar hér við land og norður af landinu lægri en verið hefur undanfarin ár.
Snjókoman veturinn 2011-2012 er í meira lagi. Það geta allir verið sammála um og slíkt hefur ekki sést hér í meira en áratug.
Ergó, þetta bendir til kólnunar hér á norðurslóðum.
Ekkert bendir til þess að það fari hlýnandi hér við land á næstunni, né að snjókomunni linni, þrátt fyrir eilítð stutt hitakast nú um helgina.
Þvert á mót benda bæði Evrópskar og Bandarískar spár til að áfram muni snjóa næstu mánuði hér við land, því háloftavindar er þannig að þeir stýra köldu lofti og úrkoma inna yfir norðanvert Atlantshaf.
Þessi kælning venga snjóa á norðurhjaranum dregur úr hlýnunni sem m.a. leiðir til þess að jöklar hér á landi hætta á hopa.
Af mínu innsæi er ég að spá hnattrænni kólnun næstu áratugina.
Hrafnkell: Enn á ný er rétt að leiðrétta þig:
Á heimasíðunni Allra veðra von er haldið úti góðri skráningu á hitatölum – þar má t.d. sjá hitann í Reykjavík það sem af er janúar. Meðalhitinn fyrir janúar er nú 0,0°C, þar af eru 13 dagar undir frostmarki (mínus) einn dagur í frostmarki og 10 dagar yfir frostmarki (plús). Þannig að yfirlýsingar um kuldatíð ganga ekki upp – sérstaklega ekki þar sem janúar á viðmiðunartímabilinu 1961-1990 er hálfri gráðu kaldari en það sem af er janúar í ár.
Óvenjuheitt hefur verið við Íslandsstrendur undanfarin ár og það virðist vera að ganga lítillega til baka samkvæmt Einari.Þetta er þó bara staðbundin sveifla og alls ekki rökrétt að nota það til yfirlýsinga um hitastig á norðurslóðum (hvað þá hnattrænt).
PS. segi aftur – það er eðlilegt að það snjóti að vetri, sérstaklega þegar úrkoma fellur í frosti 🙂
Fróðleikur: Tíðarfar 2011 skv Veðurstofunnii