Ný rannsókn bendir til þess að loftslagsbreytingar valdi meiri breytingum á háfjallaflóru en áður hefur verið talið og að sumar blómategundir geti horfið endanlega innan nokkurra áratuga.
Eftir söfnun sýna frá 60 fjallatoppum í 13 Evrópulöndum – árin 2001 og 2008 – þá komst teymi evrópskra vísindamanna að því að kulsæknar plöntur eru að hörfa á kostnað þeirra planta sem þrífast betur við hlýnandi loftslag. Fyrri rannsóknir höfðu bent til svipaðra niðurstaðna staðbundið, en hér hefur þessu verið lýst í fyrsta skipti yfir heila heimsálfu.
Hraði þessara breytinga hefur komið á óvart, en plöntur sem reyna að flytja sig um set með landnámi ofar í hlíðum fjallatinda lenda óhjákvæmilega að endamörkum við áframhaldandi hlýnun.
Heimildir og ítarefni
Greinina má finna í Nature Climate Change, Gottfried o.fl. 2012 (ágrip): Continent-wide response of mountain vegetation to climate change
Þessi rannsókn var unnin í tengslum við GLORIA verkefnið: Global Observation Research Initiative in Alpine Environments
Tengt efninu er grein í Náttúrufræðingnum 2008, eftir Hörð Kristinsson (hér ágrip): Fjallkrækill – Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi
Tengt efni á loftslag.is
- Áhrif fyrri loftslagsbreytinga á vistkerfi
- Hraðir flutningar, hærra og lengra
- Loftslagsbreytingar með augum bænda
- Samfélög trjáa á flakki
- Skjól fjallgarða
- Sjötta tímabil fjöldaútdauða í jarðsögunni
Leave a Reply