Ein afleiðing aukinnar losunnar gróðurhúsalofttegunda er aukið tjón vegna öfga í veðri. Í nýlegri grein er reynt að meta áhrif loftslagsbreytinga á tjón af völdum hitabeltislægða/fellibylja (e. tropical cyclone).
Í ljós kom að jafnvel án loftslagsbreytinga myndi tjón aukast af völdum hitabeltislægða, þá vegna aukinna verðmæta á þeim svæðum þar sem hitabeltislægðir fara jafnan yfir . Spár benda einnig til að sterkir stormar muni aukast á mörgum hafssvæðum í framtíðinni – loftslagslíkönum ber þó ekki saman um hversu mikið og hvar. Þó eru loftslagsbreytingar taldar munu tvöfalda efnahagslegt tjón. Megnið af tjóninu yrði staðsett við strendur Norður Ameríku, Austur Asíu og við Karabíuhafið.
Enn er margt ólært samkvæmt höfundum, t.d. voru sjávarstöðubreytingar og aðlögun ekki tekin með í reikninginn, en hið fyrrnefnda gæti aukið tjónið á meðan það seinna myndi draga úr tjóni.
Heimildir og ítarefni
Færslan er unnin upp úr grein sem birtist í Nature Climate Change og er eftir Mendelsohn o.fl. 2012 (ágrip): The impact of climate change on global tropical cyclone damage
Hægt er að nálgast afrit af greininni hér, allavega tímabundið: The impact of climate change on global tropical cyclone damage
Tengt efni á loftslag.is
- Loftslag og veður – öfgar aukast
- El Nino og loftslagsbreytingar út þessa öld
- Eru auknir öfgar í veðri tengdir hnattrænni hlýnun?
- Stormar fortíðar sýna vindasama framtíð
- Tíðni sterkra storma á Atlantshafi
Leave a Reply