Hitastig í desember og árið í heild á heimsvísu

Hitastig desember mánaðar 2011 og svo endanleg niðurstaða ársins samkvæmt NCDC hefur nú verið kunngjörð. Árið endaði sem það 11. hlýjasta samkvæmt tölum NCDC, sem er hlýjasta La Nina ár frá því farið var að halda utan um þess háttar gögn (samkvæmt gögnum NASA GISS, þá er árið það 9. hlýjasta). Í upphaf árs 2011 fórum við yfir horfur hitastigs árið 2011, Náttúrulegur breytileiki og horfur fyrir árið 2011 – það virðist vera sem þær vangaveltur hafi í stórum dráttum gengið eftir. Desember árið 2011 var 10. heitasti desember frá upphafi mælinga og árið endaði sem 11. heitasta samkvæmt gagnasafni NCDC. Þetta má sjá nánar í gröfum, töflum og myndum hér undir.

Desember 2011 og árið í heild

Helstu atriði sýnd á myndum og gröfum, bæði fyrir mánuðinn desember 2011 og svo fyrir árið í heild. Fyrst hitafrávik víða um heim fyrir desember:

Hitafrávik fyrir desember 2011

Og svo fyrir árið í heild:

Í töflunni hér fyrir neðan má lesa helstu tölur varðandi hitastigsfrávikin fyrir desember 2011.

Desember Frávik Röð
(af 132 árum)
Heitasti/kaldasti desember
samkv. skrám
Á heimsvísu
Land +0,88 ± 0,14°C 8. heitasti 2006(+1,37°C) / 1929 (-1,21°C)
Haf +0,32 ± 0,04°C 16. heitasti 1997, 2009 (+0,58°C) / 1909 (-0,53°C)
Land og haf +0,48 ± 0,09°C 10. heitasti 2006 (+0,74°C) / 1916 (-0,56°C)

Og nú að hitafrávikunum fyrir allt árið 2011:

Janúar – desember Frávik Röð
(af 132 árum)
Heitasta/kaldasta tímabilið
Á heimsvísu
Land +0,83 ± 0,18°C 8. heitasta 2007 (+1,05°C) / 1907 (-0,56°C)
Haf +0,40 ± 0,03°C 11. heitasta 2003 (+0,52°C) / 1909 (-0,45°C)
Land og Haf +0,51 ± 0,08°C 11. heitasta 2005, 2010 (+0,64°C) / —

Í grafinu hér undir má sjá þessi gögn í öðru ljósi:

Og svo hitafrávikin fyrir árið 2011 í heild.

Því næst má sjá hvernig hitastig hefur verið við El Nino (hlýrri ár) og La Nina (kaldari ár) atburði og eins og glöggt kemur fram þá er 2011 hlýjasta La Nina ár frá upphafi skráninga:

Á síðustu myndinni má sjá ýmsar staðreyndir varðandi veður- og loftslagsfrávik ársins í einni mynd (klikkið á myndina til að stækka hana):

Ítarefni:

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.