Súrnun sjávar nú meiri en síðastliðin 21 þúsund ár

Losun manna á CO2 út í andrúmsloftið síðastliðna öld, hefur aukið súrnun sjávar langt umfram það sem telja má til náttúrulegs breytileika. Það getur minnkað getu ýmissa sjávarlífvera (t.d. kórala og skelja) til að mynda beinagrind, stoðgrind eða skeljar, samkvæmt nýrri rannsókn (Friedrich o.fl. 2012).

Efri myndin sýnir hermun á yfirborðsmettun aragoníts fyrir árin 1800, 2012 og 2100. Hvítir punktar sýna hvar stærstu kóralrifin eru í dag. Neðri myndin sýnir styrk CO2 í andrúmsloftinu í ppm og mögulega þróun þess milli áranna 1750 og 2100.

Með loftslagslíkönum sem herma loftslag og aðstæður sjávar frá því fyrir um 21.000 árum síðan og til loka þessarar aldar – þá hefur teymi vísindamanna reiknað út að núverandi mettunarmörk aragóníts hafi nú þegar lækkað fimmfallt meira en hin náttúrulegu mörk voru fyrir iðnbyltinguna, á nokkrum mikilvægum svæðum fyrir kóralrif.

Aragónít er kalsíumkarbónat sem sumar sjávarlífverur nota meðal annars til skeljamyndunar og er lykilvísir í rannsóknum á súrnun sjávar. Þegar súrnun sjávar eykst þá lækka mettunarmörk arabóníts.

Ef bruni manna á jarðefnaeldsneytum heldur áfram með sama krafti og verið hefur, þá má búast við því að mettunarmörkin lækki enn frekar, sem gæti valdið því að kalkmyndun sumra sjávarlífvera gæti minnkað um 40% það sem af er þessari öld.

Heimildir og ítarefni

Umfjöllun um greinina má finna hér: Unprecedented, man-made trends in ocean’s acidity

Greinin í Nature Climate Change, eftir Friedrich o.fl. 2012 (ágrip). Detecting regional anthropogenic trends in ocean acidification against natural variability

Tengt efni á loftslag.is

 

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál