Mikil styrkaukning CO2 er talin hafa kynnt undir endalok síðasta kuldaskeiðs ísaldar

Styrkur CO2 samanborin við hita á Suðurskautinu og hnattrænan hita við lok síðasta kuldaskeiðs ísaldar.

Mikil styrkaukning á CO2, þá aðallega úr úthöfum á Suðurhveli Jarðar, er talin hafa kynnt undir endalok  síðasta kuldaskeiðs ísaldar, samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í Nature. Þetta er enn ein staðfestingin á því hversu ráðandi styrkur CO2 er í hitabúskap jarðarinnar.

Vísindamenn frá Harvard og Oregon háskólanum söfnuðu 80 borkjarnasýnum úr ís og sjávarseti til að setja saman þróun CO2 styrks í andrúmsloftinu og hitastigs í lok síðasta kuldaskeiðs ísaldar. Áður höfðu borkjarnar úr jökli Suðurskautsins bent til þess að hlýnunin þar hafi byrjað áður en CO2 styrkurinn jókst. Hin nýja rannsókn hefur sýnt fram á að aðstæður á Suðurskautinu voru aðrar en hnattrænt og að það var styrkur CO2 sem jókst fyrst.

Það hefur þó lengi verið vitað að frumástæður þess að ísöldin sveiflaðist frá kuldaskeiði og yfir í hlýskeið er vegna breytinga í möndulhalla sem varð til þess að landmassar Norðurhvels jarðar hitnuðu og jöklar bráðnuðu. Sú hlýnun varð smám saman hnattræn – er mikið magn CO2 fór að auka styrk í andrúmsloftinu.

Heimildir og ítarefni

Greinin birtist í Nature og er eftir Shakun o.fl. 2012 (ágrip): Global warming preceded by increasing carbon dioxide concentrations during the last deglaciation

Umfjöllun um greinina má lesa í Nature News and Comment: How carbon dioxide melted the World

Climate Central fjallaði um greinina, sjá Climate and Carbon: The link just got stronger.

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál