Nýtt met í útbreiðslu hafíss var opinberlega staðfest af NSIDC í dag (Arctic sea ice extent breaks 2007 record low). Útbreiðsla hafíss hefur aldrei mælst minni og enn ættu alla jafna að vera 2-3 vikur eftir af bráðnunartímabilinu. Það er því líklegt að metið frá því 2007 verði slegið rækilega í ár.
Hafísútbreiðslan fór í 4,1 miljón ferkílómetra þann 26. ágúst 2012. Það er um 70.000 ferkílómetrum undir metinu frá því 18. september 2007, þegar útbreiðslan fór í 4,17 ferkílómetra þegar minnst var. Það virðast því vera nokkrar vikur eftir að bráðnunartímabilinu.
Að þessu ári meðtöldu þá eru 6 lægstu gildin fyrir hafísinn á síðustu 6 árum (2007 til 2012).
Eftir að útbreiðslan þróaðist með svipuðum hætti í júlí í ár eins og í júlí 2007, gerðust hraðar breytingar í ágúst þar sem útbreiðslan minnkaði hratt. Síðan þá hefur eitthvað hægt á bráðnuninni, sem er nú um 75 þúsund ferkílómetrar á dag – bráðnunin á degi hverjum er því svipuð og 3/4 af stærð Íslands. Þetta er samt sem áður mun meiri bráðnun en er venjuleg á þessum tíma árs, sem er venjulega um 40 þúsund ferkílómetrar á dag.
Ekki virðist þessi frétt almennt rata í fjölmiðla – þó mikilvæg sé, en Veðurstofan hefur gert þessu skil á vedur.is (Hafís á norðurhveli aldrei mælst minni). Þar kemur m.a. eftirfarandi fram:
Undanfarna áratugi hefur flatarmál [hafís]breiðunnar minnkað í takt við hlýnun norðurheimskautssvæðisins.
[..]
Þótt næstu ár hafi útbreiðslan að sumarlagi verið langt undir meðallagi varð hún aldrei jafnlítil og árið 2007. Útbreiðsla hafíssins segir heldur ekki alla söguna um ísmagnið á norðurheimskautssvæðinu því að ísinn er þynnri en áður og því er heildarrúmmál íssins minna.
(áherslur eru höfundar)
Nánari upplýsingar, heimildir og ítarefni:
- Arctic Sea Ice Blog – interesting news and data
- Arctic sea ice extent breaks 2007 record low
- Hafís á norðurhveli aldrei mælst minni
Tengt efni á loftslag.is:
- Hafís Norðurskautsins síðastliðin 1450 ár
- Er hafís Norðurskautsins að jafna sig?
- Myndband um hafíslágmarkið 2011
- Hokkíkylfa eða hokkídeild?
- Frekari sönnunargögn um að hlýnun jarðar sé raunveruleg
- Bræðsluvertíðarlok á Norður-Íshafinu
Eftir að þessi frétt var skrifuð í gærkvöldi, þá birti mbl.is frétt um hafísinn, sjá Aldrei mælst eins lítið af hafís. Það er ánægjulegt að fréttamiðlar hafa fundið þessa frétt og birt fréttir af ástandinu, enda mikilvægt mál.
Eftirfarandi er úr frétt mbl.is: