Hin hnattræna hlýnun virðist vera byrjuð að hafa áhrif á fjölgun laxa. Veiðitölur frá stangveiðimönnum 59 áa í Noregi sýna að sífellt fleiri laxar halda til í sjónum í tvo eða fleiri vetur – í stað eins vetur – áður en farið er upp árnar til æxlunar.
Leitnin fylgir vel hlýnun í Norður-Atlantshafi milli áranna 1991 og 2005.
Lax þarf nægilegt framboð af fæðu um haustið til að kynfæri hans nái að þroskast fyrir næsta vor. Breytingar í fæðuframboði af völdum hitastigsbreytinga eru taldar orsökin og að það taki lengri tíma fyrir laxinn að þroskast áður en hann nær að fjölga sér.
Að laxinn neyðist til að vera lengur í opnu hafi getur hafa haft áhrif á heildarfækkun stofnsins.
Heimildir og ítarefni
Greinin birtist í tímaritinu Ecology an Evolution og er eftir Otero o.fl. 2012: Contemporary ocean warming and freshwater conditions are related to later sea age at maturity in Atlantic salmon spawning in Norwegian rivers
Tengt efni á loftslag.is
- Glósublók Thoreau sýnir breytingu í vorkomu
- Háfjallaplöntur hverfa
- Frekari sönnunargögn um að hlýnun jarðar sé raunveruleg
- Loftmyndir sýna breytingar á vistkerfi Síberíu
Leave a Reply