Langvinnar sjávarstöðubreytingar vegna bruna jarðefnaeldsneytis

Ný rannsókn bendir til þess að bruni á öllum jarðefnaeldsneytisbirgðum jarðar myndi valda hækkun sjávarstöðu um allt að fimm metra og að sjávarstaða myndi haldi áfram að rísa í 500 ár eftir að bruna þeirra lýkur.

Loftslagsbreytingar, þar á meðal sjávarstöðubreytingar, eru yfirleitt settar í samhengi við næstu 100 ár. Nýleg grein sem birtist í tímaritinu Geophysical Research Letters skoðar hversu langvinnar núverandi loftslagsbreytingar geta orðið.

Í greininni er skoðað hvernig sjávarstaða gæti breyst yfir lengri tíma, vegna hlýnunar sjávar. Höfundar fundu að yfirborðshlýnun og sjávarstöðubreytingar tengdar eðlismassabreytingum sjávar (varmaþennslu þar á meðal) –  aukast nánast línulega í takt við uppsafnaða losun á CO2, – þ.e. ef horft er til framtíðar eftir að bruna jarðefnaeldsneytis lýkur. Sérstakur þáttur í greiningunni voru ýmis viðbrögð loftslagskerfa, meðal annars þau sem verða við súrnun sjávar og breytingar í uppleysni sjávar.

Sú sjávarstöðubreyting er á bilinu 0,7-5,0 m, þ.e. ef allt hefðbundið jarðefnaeldsneyti væri brennt – sem myndi að öllum líkindum ná hámarki um 500 árum eftir að brennslu lyki. Nauðsynlegt er að fólk geri sér grein fyrir því að þessi grein byggir eingöngu á sjávarstöðubreytingum vegna fyrrnefndra eðlismassabreytinga, en ekki er tekin með bráðnun stóru jökulbreiðanna á Grænlandi og Suðurskautinu.

Heimildir og ítarefni

Greinin birtist í Geophysical Research Letters og er eftir Williams o.fl. 2012 (ágrip):  How warming and steric sea level rise relate to cumulative carbon emissions.

Umfjöllun má lesa á heimasíðu NOC (National Oceanogaphy Centre): Long term sea level rise due to fossil fuels assessed

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál