Haparanda – Örstuttar vangaveltur af vettvangi

Hótel Svefi í Haparanda - þar sem málþingið fer fram

Fyrri deginum af tveimur var að ljúka á málþinginu hér í Haparanda. Það gefst væntanlega lítill tími til að skrifta núna, þar sem þátttakendum er boðið til málsverðs í kvöld. Meðal þess sem hefur borið mikið á góma í dag er Norðurskautsráðið, en Íslendingar eru þátttakendur á þeim vettvangi. Hér undir má lesa tvær tilvísanir varðandi Norðurskautsráðið, fyrri af wikipedia:

Norðurskautsráðið er samstarfsvettvangur ríkisstjórna þeirra landa sem liggja á eða að Norðurslóðum. Drög að slíku samstarfi voru lögð 1991 meðRovaniemi-ferlinu sem gengur út á samstarf um umhverfismál á Norðurslóðum. Norðurskautsráðið var síðan stofnað með Ottawa-yfirlýsingunni1996. Ályktanir ráðsins hafa fyrst og fremst gengið út á umhverfismál, einkum loftslagsbreytingar, en á síðustu árum hefur verið rætt um að ráðið fjalli líka um álitamál varðandi nýtingu auðlinda og landakröfur á Norðurslóðum. [heimild wikipedia]

Og svo almennt um Norðurskautsráðið af vef Alþingis:

Norðurskautsráðið var stofnað árið 1996 með sameiginlegri yfirlýsingu aðildarríkjanna átta. Nokkur samtök frumbyggja á norðurslóðum eiga fasta fulltrúa í ráðinu og auk þess eiga ýmis ríki, alþjóðasamtök og frjáls félagasamtök áheyrnaraðild að ráðinu. Undir merkjum ráðsins starfa ýmsir vinnuhópar er vinna að rannsóknum á þróun mannlífs og umhverfis á norðurskautssvæðum, og reglulega koma út viðamiklar skýrslur um tiltekin málefni.

Fjölmargar vandaðar vísindalegar rannsóknir hafa verið gerðar á vegum vinnuhópa ráðsins, m.a. um mengunarhættu, áhrif mengunar á vistkerfi norðurslóða og varðveislu líffræðilegs fjölbreytileika. Á síðari missirum hefur Norðurskautsráðið í auknum mæli sinnt verkefnum sem miða ekki eingöngu að því að vega og meta mengunarhættu, heldur leita leiða við að draga úr mengun á norðurslóðum. Þingmannanefndin hefur á undanförnum árum lagt sérstakan metnað sinn í að hafa frumkvæði að mismunandi verkefnum sem hægt er að leggja fyrir Norðurskautsráðið til framkvæmda, en Ísland fór með formennsku í ráðinu frá nóvember 2002 til nóvember 2004.

Jafnvel þótt samstarf norðurskautsríkja eigi sér fremur stutta sögu hefur það fætt af sér margvísleg sameiginleg verkefni og stofnanir. Þar mætti fyrst telja Háskóla norðurslóða sem var stofnaður við hátíðlega athöfn í Rovaniemi 12. júní 2001, en stofnun skólans hafði þá verið fjögur ár í undirbúningi í aðildarlöndunum. Háskólanum er fyrst og fremst ætlað að vera tengiliður á milli annarra háskóla, rannsóknarstofnana og samtaka sem sérhæfa sig í rannsóknum á löndum við norðurskaut. Líkt og Háskóla norðurslóða er Rannsóknarþingi norðursins ætlað að auka samráð á milli vísindamanna og hagsmunaaðila á norðurslóðum. Eins konar samstarfsnet þessara aðila hefur verið byggt upp og annað hvert ár er efnt til formlegs rannsóknarþings. Þátttakendur á rannsóknarþinginu koma víða að og eru þar m.a. vísindamenn, kennarar, stjórnmálamenn, embættismenn, stjórnendur fyrirtækja og athafnamenn í auðlindanýtingu.

Upplýsingar um þingmannanefndina má finna á heimasíðu hennar á slóðinni http://www.grida.no/parl. [heimild althingi.is]

Almennt má segja að hagsmunir þeirra ríkja sem koma að nýtingu auðlinda norðuskautsins séu ekki alltaf hinir sömu. Þau ríki sem liggja að norðurskautinu líta svo á að auðlindir tilheyri þeirra lögsögu og séu hluti þeirra landssvæðis og þar af leiðandi beri vinnsla og nýting svæðisins að heyra undir þeirra lögsögu (allavega þess sem er innan þeirra landhelgi). Önnur ríki vilja einnig hafa áhrif á gang mála, til að mynda Evrópubandalagið og Kína.

Það eru ýmis flókin tæknileg atriði sem þarf að huga að áður en farið er út í mikla vinnslu náttúruauðlinda á norðurslóðum, til að mynda varðandi verkfræðilega þekkingu á vinnslunni, öryggi þeirra sem koma að vinnslunni, mengunarhættu og hvernig tekist er við á hana þvert á landamæri, umhverfissjónarmið (sem einnig  á við varðandi áhrif mengunarslysa á umhverfið) og síðast en ekki síst varðandi loftslags tenginguna.

Að þessu máli koma svo ýmsir hagsmunaaðilar, eins og til að mynda ríki í Norðurskautsráðinu, áheyrnarfulltrúar annarra landa í því, ýmis frjáls félagasamtök o.fl.

Nýjung, núna er einnig hægt að bæta við ummælum á loftslag.is í gegnum Facebook, sjá hér undir.

Tengt efni á loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.