Hin ameríski húmoristi og samfélagsrýnir Stephen Colbert tekur frumlegan snúning á loftslagsmálunum og afneituninni í þætti sínum The Colbert Report, sjá myndband:
Nánar má lesa um þetta á Grist.org:
Tengt efni á loftslag.is:
Hin ameríski húmoristi og samfélagsrýnir Stephen Colbert tekur frumlegan snúning á loftslagsmálunum og afneituninni í þætti sínum The Colbert Report, sjá myndband:
Nánar má lesa um þetta á Grist.org:
Var að lesa þessa grein, hvað haldið þið um þetta, erum við að orðin alltof sein með 2C markmðin og menn eru farnir að tala um 5C
http://www.climatenewsnetwork.net/2013/02/ex-ipcc-head-prepare-for-5c-warmer-world/
Pálmi:
Takk fyrir spurninguna.
Ég lít stundum þannig á þetta – að þetta er spurning um líkur á atburðarrás. Til að mynda þá tel ég að það séu miklar líkur á því í dag að við förum yfir 2°C markið innan næstu 50 – 100 ára. Það er fyrst og fremst tvennt sem styður það; 1) sumir vísindamenn virðast í dag hallast að því að við höfum vanmetið vandann og 2) það er ekki nóg að gert til að taka á vandanum – þrátt fyrir einhver innantóm loforð ríkja heims þar um (á tillidögum), er lítið sem ekkert gert til að hægja á eða minnka losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum.
M.a. vegna aðgerðaleysis erum við að auka líkurnar á meiri hækkun hitastigs og þar með auka líkurnar á verri niðurstöðu (með auknum líkum á miklum sjávarstöðubreytingum, miklum breytingum á loftslagi um allan heim o.s.frv). Ég held að það sé erfitt að segja til um hvort að við séum í dag á leið í áttina að 5°C hækkun hitastigs (sem væri mjög alvarlegt mál) – en við erum allavega ekki að gera okkar besta til að minnka líkurnar á þeirri niðurstöðu. Þar liggur að mínu mati hundurinn grafinn – það er lítill áhugi á þessu vandamáli enn sem komið er (þó að minnst sé á þetta af sumum á tillidögum – meðan aðrir afneita sterklega) – vonandi verður ekki of seint að gera eitthvað í þessu þegar við loks vöknum upp af vondum draumi og verðum að taka okkur á. Það er í raun bara einn augljós lausn – og það er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (þar er CO2 einna mikilvægust) á heimsvísu og það þarf að byrja á því sem fyrst – helst hefðum við átt að byrja fyrir um 20-30 árum þegar orðið var ljóst í hvað stefndi – en afneitun vandans er mikil…