Sjónrænt hvarf hafíssins

hafislagmark_1979-2012Í þessu fróðlega myndbandi, sem Andy Lee Robinson gerði, er með sjónrænum hætti sýnd þróun hafíslágmarksins frá árinu 1979 til 2012. Hafíslágmarkið á sér stað í september á ári hverju og hann skoðar hvernig rúmmál hafíslágmarksins hefur verið í september ár hvert. Höfundur myndbandsins samdi sjálfur og lék píanótónlist fyrir myndbandið sem hann kallar “Ice Dreams” (Ísdraumar).

Hraði hafísbráðnunar hefur verið gríðarlegur. Síðan 1979 hefur rúmmál hafísins minnkað um 80% og er að bráðna hraðar en vísindamenn töldu að gæti gerst og jafnvel meira en talið var mögulegt á þessum tíma. Það er talið mögulegt að fyrsta hafísfría sumarið á Norðurskautinu geti jafnvel orðið veruleiki á árunum 2016 – 2022.

Tengt efni á loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.