Ef einhver heldur því fram að hafísinn sé að jafna sig og bendir á að hann hafi aukist um 50% frá því á sama tíma í fyrra – þá er rétt að geta þess að slíkar viðmiðanir eru villandi. Það er enn langt í að hægt sé að segja að hafísinn sé að jafna sig, eins og sést á eftirtöldu myndbandi (uppfært miðað við nýjustu tölur).
Það er líka gott að hafa í huga að þrátt fyrir sveiflur milli ára í útbreiðslu hafíss, þá er hafísinn í sögulegu lágmarki – ekki bara sögulegu síðustu áratugina heldur einnig í sögulegu lágmarki síðastliðin 1450 ár hið minnsta.
Það eru ekki bara þannig að tímabundnar sveiflur í hafís norðurskautsins séu notaðar sem rök gegn hlýnandi veröld – sveiflur á suðurskautinu eru afneitunarsinnum hugleiknar, enda auðvelt að taka gögn þar úr samhengi. Hér er gott myndband sem útskýrir samhengið og hvort hægt er að fullyrða um loftslagsbreytingar út frá sveiflum á suðurskautinu.
Tengt efni á loftslag.is
- Hver var staða hafíssins á Norðurskautinu í lok sumars?
- Sjónrænt hvarf hafíssins
- Hafíslágmarkið 2012 – nýtt met, 18% undir metinu frá 2007
- Hafís Norðurskautsins síðastliðin 1450 ár
- Öfgavetur í kjölfar mikillar bráðnunar hafíss á norðurslóðum
Leave a Reply