Muller: Ég hafði rangt fyrir mér

Einn af þeim vísindamönnum sem var nokkuð hávær í umræðunni um loftslagsvísindi fyrir nokkrum árum og kalla mátti á þeim tíma efasemdamann um hnattræna hlýnun, er prófessor í háskólanum í Berkeley í Bandaríkjunum og heitir Richard Muller.  Hann og samstarfsmenn hans skoðuðu gögn um yfirborðshita og ætlunin var að kanna hvort um raunverulega hlýnun væri að ræða eða hvort eitthvað væri til í því sem efasemdamenn segja að um sé að ræða kerfisbundna bjögun, í mælingum og leiðréttingum sem myndi falska hlýnun. Á tímabili var honum hampað sem hetju og eftir að í ljós kom að olíumilljarðamæringarnir Charles og David Koch voru að styrkja rannsóknina og að þekktir efasemdamenn voru að vinna í nánu samstarfi við Muller og félaga, þá vöknuðu vonir þeirra sem afneita hnattrænni hlýnun að hér myndi kenningin bíða afhroð.

Því kom það á óvart þegar Muller staðfesti eiðsvarinn fyrir framan þingnefnd Bandaríkjaþings að bráðabirgðaniðurstöður rannsókna hans bentu til þess að leitni hitastigs sé nánast sú sama og hjá öðrum stofnunum. Eftir því sem leið á verkefnið varð þetta skýrara, hnattræn hlýnun er raunveruleg. Fróðlegt var að fylgjast með því þegar hetja þeirra sem afneita loftslagsbreytingum varð að skúrki (sjá t.d. tengt efni á loftslag.is hér neðar).

Hér er áhugavert viðtal við hann, þar sem hann útskýrir hvað það var sem fékk hann til að skipta um skoðun og hvað það er sem sannfærði hann um að CO2 væri sökudólgurinn.

Ítarefni

Climate Denial Crock of the Week: Richard Muller: I Was Wrong on Global Warming

Heimasíða verkefnisins: Berkeley Earth

 Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál