Áhugaverð vika með Earth 101

Við höfum áður minnst á verkefnið Earth 101, en á næstu dögum er fjöldinn allur af áhugaverðum viðburðum í tengslum við það.

Miðvikudaginn 25. febrúar næstkomandi, heldur prófessor Kevin Anderson, fráfarandi forstöðumaður Tyndall-loftslagsstonunarinnar í Manchester erindi á Háskólatorgi Háskóla Íslands, sem kallast Strúturinn eða Fönixinn.  Sjá nánar hér:

The Ostrich or the Phoenix?: Dissonance or creativity in a changing climate

KevinAnderson-1



 

Á fimmtudaginn 26. febrúar verður svo sýning á heimildarmyndinni Merchents of Doubt, auk þess sem Erik Conway svarar spurningum úr sal. Sýningin er í Bíó Paradís og hefst klukkan 20:00, sjá hér:

Merchants of Doubt: Screening and Q&A with Erik Conway




 

Föstudagskvöldið 27. febrúar er stefnan aftur tekin á Bíó Paradís, en þar verða sýndar, í samstarfi við Stockfish kvikmyndahátíðina, verðlaunamyndir úr stuttmyndakeppni Alþjóðabankans um loftslagsmál. Sjá einnig hér:

Action4Climate: Global Documentary Challenge Winners

 

ACTION4CLIMATE TRAILER from Connect4Climate on Vimeo.



 

Á sunnudaginn 1. mars næstkomandi verður síðan haldið málþing í Háskóla Íslands, en þar mun Halldór Björnsson verkefnisstjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands stjórna umræðum, en Guðni Elísson prófessor setur þingið og kynnir þátttakendur. Á málþinginu verða nokkrir þekktustu sérfræðingar samtímans á sviði loftslagsrannsókna, Gavin Schmidt, Erick Fernandes, Kevin Anderson og Erik M. Conway. Sjá  nánar hér:

Hot future, cold war: Climate science and climate understanding

unnamed

Heimildir og ítarefni:

Earth  101

Tengt efni á loftslag.is

Earth 101

Michael Mann á Íslandi

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál