Það kemur líklega fæstum á óvart sem fylgjast með loftslagsmálum að árið í fyrra var hnattrænt mjög heitt. Það hefur fengist staðfest hjá öllum stærstu aðilunum sem halda úti mælingum á hnattrænum hita jarðar (GISTEMP, NOAA, HadCRUT4, Cowtan&Way, JMA + Berkeley Earth).
Hér fyrir neðan er mynd af yfirborðshita jarðar frá GISTEMP, hér sem frávik frá reiknuðu meðaltali 19. aldar. Greinilegt er að þetta ár sker sig úr í hita frá upphafi mælinga.
Hins vegar eru vissulega til þeir sem einblína mjög staðbundið á veður hér á Íslandi og álykta út frá því.
Tengt efni á loftslag.is
- Hnattrænt hitafrávik gæti farið yfir 1°C markið í ár
- Hraðari hnattræn hlýnun og samsæriskenningar
- 2014 var hlýjasta ár í sögu mælinga og hnatthitaspámeistari ársins
- 10 vísar um þátt manna í hnattrænni hlýnun
Leave a Reply