Nýtt mat á stefnu Bjartrar Framtíðar, það er samt í raun óbreytt frá síðasta mati, sjá hér.
Á heimasíðu Bjartrar Framtíðar er hægt að nálgast Umhverfisstefnu flokksins sem fjallar m.a. um loftslagsmálin. Eftirfarandi er einkunnagjöf Bjartar Framtíðar samkvæmt úttekt París 1,5.
- Er flokkurinn með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
- Svona er það orðað í umhverfisstefnunni flokksins “Ísland hefji aldrei vinnslu jarðefnaeldsneytis” – þetta er mjög afgerandi stefna varðandi þennan þátt og fær Björt Framtíð einkunnina 10 fyrir þennan þátt
- Tvöfalt vægi – í allt 20 stig
- Eru tölu- og/eða tímasett markmið varðandi samdrátt í losun CO2
- Ýmis markmið og jákvæðar stefnur, en engin tíma- eða tölusett markmið – 3 stig
- Tvöfalt vægi – í allt 6 stig
- Er gert ráð fyrir kolefnisgjaldi eða hagrænum hvötum á losun
- “Nota skatta og gjöld til að stýra auðlindanýtingu” – 7 stig
- Tvöfalt vægi – í allt 14 stig
- Tillögur um breytingu innviða til að taka á vandanum
- “Ísland verður sjálfu sér nægt á sviði orkuframleiðslu og notar aðeins græna orku” – dáldið almennt orðað – 6 stig
- Einfalt vægi – í allt 6 stig
- Tillögur varðandi endurheimt votlendis og skógrækt
- “Endurheimta röskuð vistkerfi í gegnum til að mynda vistheimt og skóggræðslu” – Ekki alveg ljóst hvort að þetta sé vegna lausnar loftslagsvandans – 3 stig
- Einfalt vægi – í allt 3 stig
- Flokkur og/eða frambjóðendur hafa tekið málið upp í aðdraganda kosninga
- “Ætli ríkisstjórnin sé búin að endurskoða núverandi áætlun um aðgerðir til að sporna við áhrifum loftslagsbreytinga og setja ný metnaðarfyllri (en raunhæf og mælanleg) markmið til að bregðast við þessari spá? Það er nefnilega ekki nóg að skrifa undir alþjóðlegar skuldbindingar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það þarf líka að standa við þær.” – úr grein í Kjarnanum – Hvar er metnaðurinn í loftslagsmálum? – hér er svo önnur grein Hvað ætlar ný ríkisstjórn að gera í loftslagsmálum? – Góð byrjun – betur má ef duga skal – 6 stig
- Einfalt vægi – í allt 6 stig
- Annað almennt um loftslagsmál
- “Umhverfis og náttúruvernd verður grunnstef í allri stefnumótun stjórnvalda; hvort sem það er á sviði auðlindanýtingar, menntunar, lýðheilsu eða velferðar.” – Dáldið almennt orðalag – 5 stig
- Einfalt vægi – í allt 5 stig
Heildarstigafjöldi 60 stig – eða einkunnin 6,0 sem er er staðið samkvæmt viðmiðum París 1,5.
Flokkurinn virðist hafa meiri áhuga á þessu máli en margir aðrir. En það sést kannski ekki alveg nógu vel á stefnu flokksins og það er því líklegt að þau gætu gert enn betur með skýrum markmiðum. Það væri því til mikilla bóta ef markmiðin væru skýrari og þau væru með sértækari lausnir sem myndu sjást enn skýarar í stefnuskrá flokksins – of almennt orðalag dregur þau niður.
Leave a Reply