Loftslagsrýni – Píratar, uppfært mat

piratar

Hér er uppfært mat á stefnu Pírata í loftslagsmálum, eldra matið má sjá hér.

[Viðbót 25.10.2017 – hér má nálgast loftslagsstefnu Pírata sem er grunnur að rýni fyrir flokkinn 2016 og 2017]

Á heimasíðu Pírata er hægt að nálgast Umhverfisstefnu flokksins sem fjallar m.a. um loftslagsmálin. Eftirfarandi er einkunnagjöf Pírata samkvæmt úttekt París 1,5.

 1. Er flokkurinn með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
  • “Ísland á að taka skýra afstöðu gegn frekari olíuleit og olíuvinnslu í efnahagslögsögunni” – 10 stig
  • Tvöfalt vægi – í allt 20 stig
 2. Eru tölu- og/eða tímasett markmið varðandi samdrátt í losun CO2
  • Minnka skal losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við Parísarsamninginn fyrir árið 2025 (um 40% prósent) og að önnur losun þessara efna verði því sem næst engin árið 2040 – 10 stig
  • Tvöfalt vægi – í allt 20 stig
 3. Er gert ráð fyrir kolefnisgjaldi eða hagrænum hvötum á losun
  • Önnur ökutæki og vélar sem nýta jarðefnaeldsneyti skulu bera mengunarrentu í formi kolefnisskatts sem fer stighækkandi eftir því sem eldsneytisneysla og losun loftmengunarefna er meiri.” – 8 stig
  • Tvöfalt vægi – í allt 16 stig
 4. Tillögur um breytingu innviða til að taka á vandanum
  • Þarna kemur m.a. eftifarandi fram:
   Byggja skal upp innviði fyrir rafknúin og visthæf ökutæki og skip.
   c. Ríkið skuli með svipuðum hætti stuðla að og styðja mengunarminni almenningsamgöngur og notkun rafmagnsreiðhjólad. Innleiða skal strax 6. viðauka við Marpol samningsins um varnir gegn mengun sjávar frá skipum. Þannig að hafið umhverfis Ísland verði ECA svæði og að skipum sem sigla þar um leyfist að losa brennisteinsmagn innan við 0,1%.e. Meðferð og notkun svartolíu skal vera með öllu bönnuð í landhelgi Íslands fyrir árið 2025 . f. Skip sem sigla um íslenska landhelgi án þess að leggja að höfn eiga að greiða “landhelgisgjald” og það sé hærra fyrir skip sem ekki hafa bláfána, umhverfisvottun eða önnur óvéfengjanleg vottorð sem sýna fram á að ákvæði MARPOL séu uppfyllt í skipinu. – 9 stig
  • Einfalt vægi – í allt 9 stig
 5. Tillögur varðandi endurheimt votlendis og skógrækt
  • “Ísland skal setja metnaðarfull markmið til að minnka skjótlega alla losun gróðurhúsalofttegunda í það minnsta í samræmi við Parísarsamkomulagið frá 2016 auk þess sem stórátak verður gert í að minnka losun sem ekki fellur undir Parísarsamninginn, t.d. fimm ára áætlun um endurheimt votlendis og 10 ára áætlun í skógrækt og uppgræðslu. Þarna má meðal annars setja markmið þess efnis að Ísland verði kolefnisjafnað árið 2025 og jafnvel aflögufært um að markaðssetja kolefniskvóta til annarra ríkja.” – 8 stig
  • Einfalt vægi – í allt 8 stig
 6. Flokkur og/eða frambjóðendur hafa tekið málið upp í aðdraganda kosninga
  • Hafa rætt opinskátt um mikilvægi loftslagsmála í undanfara kosninga, metnaðarfull stefna – 6 stig
  • Einfalt vægi – í allt 6 stig
 7. Annað almennt um loftslagsmál
  • Markmið með aðgerðastefnu Pírata í loftslagsmálum er að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands og að axla ábyrgð á málaflokknum sem skilar markvissum og raunverulegum árangri og úrbótum til langs tíma.” – 6 stig
  • Einfalt vægi – í allt 6 stig

Heildarstigafjöldi 85 stig – eða einkunnin 8,5 sem er staðið samkvæmt viðmiðum París 1,5.

Þessi stefna er heilstæðasta loftslagsstefna íslenskra stjórnmálaflokka og eru Píratar í forystusæti stjórnmálaflokka á Íslandi í loftslagsmálum. Þrátt fyrir það mega þeir skerpa hugtakanotkun og orðalag. Til dæmis þarf eflaust stórtækar aðgerðir til að ná háleitum markmiðum um 40% losun fyrir árið 2025.

Athugasemdir

ummæli

About Ritstjórn Loftslag.is

Ritstjórn Loftslag.is