Nýtt mat á stefnu Samfylkingarinnar, það er samt í raun óbreytt frá síðasta mati, sjá hér.
Á heimasíðu Samfylkingarinnar er hægt að nálgast stefnur flokksins í nokkrum málum sem fjalla m.a. um loftslagsmálin. Undir Umhverfismál má nefna nánari stefnur í fleiri málum. Eftirfarandi er einkunnagjöf Samfylkingarinnar samkvæmt úttekt París 1,5.
- Er flokkurinn með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
- Svona er þetta orðað hjá Samfylkingunni; “Vinnsla jarðefnaeldsneytis á íslensku hafsvæði er í ósamræmi við hagsmuni Íslendinga í loftslagsmálum [..] Samfylkingin telur að Ísland ætti að lýsa því yfir að Íslendingar hyggist ekki nýta hugsanlega jarðefnaorkukosti í lögsögu sinni.
Slík yfirlýsing yrði hluti af framlagi Íslendinga til heildarsamkomulags um aðgerðir gegn loftslagsvá.” – 10 stig - Tvöfalt vægi – í allt 20 stig
- Svona er þetta orðað hjá Samfylkingunni; “Vinnsla jarðefnaeldsneytis á íslensku hafsvæði er í ósamræmi við hagsmuni Íslendinga í loftslagsmálum [..] Samfylkingin telur að Ísland ætti að lýsa því yfir að Íslendingar hyggist ekki nýta hugsanlega jarðefnaorkukosti í lögsögu sinni.
- Eru tölu- og/eða tímasett markmið varðandi samdrátt í losun CO2
- Varðandi þennan lið virðist Samfylkingin ætla að fylgja ESB að málum; “[A]ðild að Evrópusambandinu veitir Íslendingum einstakt tækifæri til að hafa áhrif á þróun norðurslóða til framtíðar í gegnum stefnumótun sambandsins. Loftslagsmál eru lykilþáttur í þessu sambandi og þar á Ísland að gegna mikilvægu hlutverki. Sem fullgilt aðildarríki að ESB fengjum við mikilvæga bandamenn og sterkari samningsstöðu í umhverfismálum, bæði á norðurslóðum og á alþjóðavettvangi.” – Ekki mjög afgerandi sem stefna flokksins, mætti mjög auðveldlega setja upp sem virka stefnu flokksins – 3 stig.
- Tvöfalt vægi – í allt 6 stig
- Er gert ráð fyrir kolefnisgjaldi eða hagrænum hvötum á losun
- “Hagrænum hvötum verði beitt í þágu umhverfisvænna sjálfbærra lausna. Mengunarbótareglan verði grunnur að gjaldtöku” – 5 stig
- Tvöfalt vægi – í allt 10 stig
- Tillögur um breytingu innviða til að taka á vandanum
- “vill taka höndum saman við sveitarfélög landsins við uppbyggingu kerfis almenningssamgangna með rútum, hraðlestum, samnýtingu bifreiðakosts, hjólastígum og göngustígum. Hefja þarf samvinnu ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um lestarsamgöngur sem tengjast Keflavíkurflugvelli og byggðarlögunum á Suðurnesjum” – Dáldið almennt – 3 stig
- Einfalt vægi – í allt 3 stig
- Tillögur varðandi endurheimt votlendis og skógrækt
- Endurheimt votlendis – Óljóst með markmið og aðferðir – 4 stig
- Einfalt vægi – í allt 4 stig
- Flokkur og/eða frambjóðendur hafa tekið málið upp í aðdraganda kosninga
- Forystufólk hefur tjáð sig um loftslagsmál, meðal annars í eldhúsdagsumræðum – 5 stig
- Einfalt vægi – í allt 5 stig
- Annað almennt um loftslagsmál
- “Samfylkingin ætlar að gera vöktun og rannsóknir á súrnun verði forgangsverkefni sem stjórnvöld beita sér fyrir á alþjóðavettvangi. Miða þarf allar aðgerðir við niðurstöður nýlegra rannsókna á súrnun sjávar og hætta notkun jarðefnaeldsneytis með orkuskiptum í bíla- og skipaflotanum. Binda þarf gróðurhúsalofttegundir í gróðri og jarðvegi með ræktun, vernd og endurheimt votlendis og nýjum leiðum á borð við niðurdælingu og framleiðslu metanóls úr koltvísýringi.” – 6 stig fyrir að nefna súrnun sjávar sem alvarlegt vandamál ásamt fleiru.
- Einfalt vægi – í allt 6 stig
Heildarstigafjöldi 54 stig – eða einkunnin 5,4 sem er staðið samkvæmt viðmiðum París 1,5.
Það má væntanlega færa líkum að því að flokkurinn gæti auðveldlega sett upp enn skýrari stefnu í þessum málaflokki. Við hvetjum þau til að taka málið enn frekar upp í umræðunni og setja skýrari markmið.
Leave a Reply