París 1,5 vill að Ísland setji sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum. Eftirfarandi punktar voru að leiðarljósi við gerð aðgerðaáætlunarinnar.
- Við viljum sýna metnað og ábyrgð með því að ganga lengra en skuldbindingar Íslands samkvæmt Parísarsamningnum segja til um.
- Við viljum að losun CO2 ígilda á hvern íbúa Íslands verði minni en meðallosun hvers íbúa í ESB. Við viljum að losun á hvern íbúa á Íslandi verði að hámarki 4 tonn CO2 ígilda árið 20301.
- Sett verði lög um loftslagsmál þar sem stefnt er að 40% samdrætti á losun árið 2030 og árið 2045 verði losun að minnsta kosti 85% lægri en árið 1990. Með lögunum yrði stuðlað að stöðugu upplýsingaflæði um stöðu landsins í að ná þessum markmiðum. Líta skal til Svíþjóðar og Noregs sem fyrirmyndar í gerð laganna.
- Við fjárlagagerð og aðra opinbera áætlanagerð skuli taka mið af loftslagsmarkmiðum Íslands.
Aðgerðaáætluninni er skipt í 8 liði, Landbúnaður, Landnotkun, Samgöngur, Orka og orkuframleiðsla, Iðnaðarferlar og efnanotkun, Sjávarútvegur – flutningar á sjó, Úrgangur og Annað. Málstofa þar sem aðgerðaáætlunin var kynnt var haldin á Kex Hostel þann 14. október kl. 14. Aðgerðaáætlunin er hugsuð sem hjálpartæki fyrir stjórnvöld til að setja skýr markmið í loftslagsmálum til framtíðar.
Í eftirfarandi tengli má finna áætlunina í heild.
Hvað þarf að gera í loftslagsmálum [PDF]
Tengt efni:
Leave a Reply