Það er vetur hér á Norðurhveli og þá gerist það stundum að einhver svæði upplifa kuldaköst. Í eftirfarandi myndbandi er farið örstutt yfir hvaða mögulegu áhrif eru af hækkandi hita og minnkandi hafís á Norðurskautinu á hitastigið sunnar. Í myndbandinu útskýra vísindamenn hvernig hækkandi hitastig á Norðurskautinu getur valdið kuldaköstum í tempruðu beltunum.
Þetta myndband er úr smiðju YaleClimateConnections og er Peter Sinclair framleiðandi. Peter hefur einnig gert myndbönd undir heitinu Greenman3610 á YouTube og hefur oft verið vísað í þau hér á Loftslag.is.
Tengt efni á loftslag.is
- “Hide the decline” útskýrt að hætti Greenman3610
- Engin pása í hnattrænni hlýnun!
- Mýtan um yfirvofandi kuldatímabil
Leave a Reply