Samkvæmt gögnum NASA GISS þá var s.l. nóvember sá hlýjasti í sögu mælinga. Nóvember mældist 1,13°C yfir viðmiðunarárin, 1951-1980. Ef hitafrávikið fyrir desember verður um 0,7°C eða hærra (samkvæmt lauslegum útreikningum okkar á loftslag.is) þá fellur hitametið fyrir árið, en hitametið er frá 2016 og var hitafrávikið fyrir árið þá 1,01°C. Síðast þegar hitafrávikið fyrir desember fór undir 0,7°C var árið 2013 þegar það var 0,69°C.
Það bendir því ýmislegt til að hitafrávik ársins 2020 verði með allra hæsta móti og jafnvel gæti það mælst hlýjasta ár frá upphafi mælinga. Yfirleitt eru hitamet slegin þegar El Nino ástand er í Kyrrahafinu, en það er ekki svo núna, þannig að það yrðu tiltölulega óvænt tíðindi að hitamet fyrir árið sé slegið þegar ekki er El Nino.
Samkvæmt gögnum NOAA þá er árið í járnum og gæti endað á hvorn vegin sem er, sjá mynd.
Heimildir:
NASA – https://data.giss.nasa.gov/gistemp/tabledata_v4/GLB.Ts+dSST.txt
NOAA – https://www.ncdc.noaa.gov/sotc/global/202011
Tengt efni á loftslag.is:
- 2013 – enn eitt hlýtt ár og hnatthitaspámeistari ársins
- Áhrifaþættir hinnar hnattrænu hlýnunar
- Fingrafar mannkynsins á hnattrænu hlýnunina
- Engin pása í hnattrænni hlýnun!
Leave a Reply